Framkvæmdasjá

Þú finnur á kortinu allar helstu framkvæmdir borgarinnar og þau leyfi sem hafa verið gefin út til afnota á borgarlandi.

Hvernig virkar framkvæmdasjá?

Með því að velja reit á kortinu færðu upp nánari lýsingu á verkinu og í mörgum tilvikum einnig vísun á upplýsingasíðu.

Fyrir flest verk á vegum Reykjavíkurborgar eru gerðar sérstakar upplýsingasíður með nánari upplýsingum um verkið og framgang þess.

Stærri framkvæmdir Reykjavíkurborgar

Á öllum upplýsingasíðum eru tilgreindir tengiliðir vegna verkefna og við hvetjum þig til að vera í samband við þá ef þig vantar nánari upplýsingar eða ef þú hefur ábendingar um efni síðunnar. Gerður er sá fyrirvari að einstök verkefni í Framkvæmdasjá geta tekið breytingum.

Verkefnisstjórar framkvæmda og viðhalds, landupplýsingadeild, deild vegna afnotaleyfa og upplýsingafulltrúi halda utan um Framkvæmdasjá. Hún var upphaflega tekin í notkun 2011 í framhaldi af hugmyndavinnu starfsmanna til að bæta miðlun um verkefni.

Ábendingar

Við erum meðvituð um að stöðugt þarf að bæta framkvæmdasjána og þiggjum gjarnan ábendingar á framkvaemdasja@reykjavik.is