Mjölnisholt - gatnagerð, yfirborðsfrágangur og lagnir

Framkvæmdir fela í sér endurnýjun götulagna, gatnagerðar og yfirborðsfrágangs í Mjölnisholti.
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Myndasafn

Hvað verður gert?

Núverandi fráveitulögn verður endurnýjuð með tvöföldu kerfi regnvatns- og skolps. Einnig verður ný vatnslög fyrirliggjandi heimæðar og ný niðurföll tengd nýja kerfinu auk nýrra svelgja í regnbeðum.

Samfara endurnýjun lagna verður götukassi endurnýjaður að hluta með fullnaðarfrágangi undirbyggingar í samræmi við snið, gróðurbeðum blágrænna lausna, nýrri hellulögn í gang- og götustæði ásamt nýju snjóbræðslukerfi undir hellulögn. Gengið verður að fullu frá fæðistrengjum rafmagns í jörðu og verður einnig götulýsing endurnýjuð. Að auki verður veggur við gangstétt austan megin klæddur af með plöntum.

Tímabundinn yfirborðsfrágangur verður á svæði við Laugaveg þar til framkvæmdir við Borgarlínu hefjast þar sem samræma þarf hönnun þess svæðis við það verkefni.

Hvernig gengur?

Framkvæmdir á áætlun - hellulögn í gangi

Nú er hellulögn nánast lokin og hafa gatnamótin við Stakkholt verið opnuð aftur eftir tveggja vikna lokun.

Síðasti áfangi snýr að endurnýjun yfirborðsfrágangs milli Stakkholts að Brautarholts en þar á að endurnýja malbik götunnar og endurnýja stéttarsvæði að hluta til eins og sjá má á teikningu.

Verkefnið er enn talið vera á áætlun og reiknað með að hægt sé að ljúka því í lok nóvember en má lítið fara úrskeiðis.

Hver koma að verkinu?

Matthías Ásgeirsson

Verkefnisstjóri
Síðast uppfært 12.03.2024