Borgaskóli, endurgerð lóðar 2023. 1 áfangi (fyrri áfangi).

Verkið snýr að endurgerð á lóð Borgaskóla að Vættaborgum 9, 112 Reykjavík. Um er að ræða endurgerð á norð-vesturhluta skólalóðar en það svæði er alls u.þ.b 4500 m² að stærð.
Júní til síðari hluti Október
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Borgaskóli, endurgerð lóðar 2023 myndir

Hvað verður gert?

Um er að ræða lagfæringu / styrkingu á viðkomandi svæði. Aðgengi fyrir alla, leiktæki, yfirborðsefni og svæði fyrir hugmyndaleiki barna verður bætt. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða og frágangur kringum leiktæki.

Hvernig gengur?

Desember

Verið er að setja upp ljóskastara og lampa. Síðasti verkliður, verki lokið þegar það er komið upp. 

Nóvember

Frágangur á lóð og athafnasvæði verktaka. Klárað að setja upp leikkastala.

Október

Yfirborðsfrágangi að ljúka. Leiktæki sett upp (fyrir utan kastala, töf á afhendingu og mistök í sendingu). 

Hver koma að verkinu?

Brynjar Már Andrésson

Eftirlitsmaður, tók við af Fannari Geirssyni (nafn hans er á upplýsingaskilti á lóð).

Andri Þór Andrésson

Verkefnastjóri

Stefán Óskarsson - Sumargarðar ehf.

Verktaki í verki.
Síðast uppfært 12.03.2024