Borgaskóli, endurgerð lóðar 2023. 1 áfangi (fyrri áfangi).
Borgaskóli, endurgerð lóðar 2023 myndir
Hvað verður gert?
Um er að ræða lagfæringu / styrkingu á viðkomandi svæði. Aðgengi fyrir alla, leiktæki, yfirborðsefni og svæði fyrir hugmyndaleiki barna verður bætt. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða og frágangur kringum leiktæki.
Hvernig gengur?
Desember
Verið er að setja upp ljóskastara og lampa. Síðasti verkliður, verki lokið þegar það er komið upp.
Nóvember
Frágangur á lóð og athafnasvæði verktaka. Klárað að setja upp leikkastala.
Október
Yfirborðsfrágangi að ljúka. Leiktæki sett upp (fyrir utan kastala, töf á afhendingu og mistök í sendingu).
September
Timburbekkir smíðaðir. Jafnað undir gervigras.
September
Unnið í frágangi á yfirborðsefnum, tartan, hellur, gervigras.
Ágúst
Vinna við hellulögn, hjólastandar og hlaupahjólastæði sett upp o.fl.
Júní og júlí
Jarðvinna og landmótun í brekku. Gróðursetning ofan við brekku.
Maí
Aðstaða verktaka sett upp. Vinnugirðingar settar upp. Upprif á lóð.