Brú yfir Hólmsá - viðgerð
Endurbætur verða gerðar á Hólmsárbrú sem laskaðist síðasta vetur. Miðstólpi gaf sig og þyngdartakmarkanir settar á brú. Endurbætur fela í sér að sterkari burðarbitar verða settir undir brúargólf.
Reiknað með að verkið taki um 2 mánuði háð tíðarfari.
Myndasafn
Hvað verður gert?
Endurbætur fela í sér að sterkari burðarbitar verða settir undir brúargólf. Brúargólfi verður lyft af og stálbitar endurnýjaðir. Fallinn stöpull sem stóð undir miðri brú verður fjarlægður. Endurnýjuð brú verður án miðjustöpuls.
Hvernig gengur?
Tíðarfar og veturaðstæður hafa hamlað verktaka í að geta hafið endurbæturnar. Ekki verður unnið í þessu verki fyrr en kemur fram á vorið.
Hver koma að verkinu?
Síðast uppfært 12.03.2024