Brú yfir Hólmsá - viðgerð
Hvað verður gert?
Endurbætur fela í sér að sterkari burðarbitar verða settir undir brúargólf. Brúargólfi verður lyft af og stálbitar endurnýjaðir. Fallinn stöpull sem stóð undir miðri brú verður fjarlægður. Endurnýjuð brú verður án miðjustöpuls.
Hvernig gengur?
Tíðarfar og veturaðstæður hafa hamlað verktaka í að geta hafið endurbæturnar. Ekki verður unnið í þessu verki fyrr en kemur fram á vorið.