Viðburðaflöt í Hljómskálagarði
Hvað verður gert?
Framkvæmdin felur í sér uppbyggingu á viðburðasvæði í suður hluta Hljómskálagarðs.
Landmótun og jarðvegsskipti verður á heildarsvæðinu og byggð verður upp öflug grasflöt sem mun þola stóra viðburði og mikið af fólki. Samhliða uppbyggingu grasflatarinnar verða gerðir drenskurðir með lögnum sem safna vatni og leiða út í Þorfinnstjörn.
Flötin verður lögð með grasþökum með slitþolnum grastegundum, álíka og er sett á fótboltavelli. Undir grasið verður komið fyrir vökvunarkerfi svo hægt verði að sinna grasflötinni á sem bestan hátt. Með þessu mun grasflötinn þola betur álag og verða viðhaldsminni en verið hefur.
Af hverju?
Tilgangurinn er að gera garðinn betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum í Reykjavík.
Hvað kostar þetta?
Kostnaður er áætlaður um 130 milljónir króna.
Hvernig gengur?
23. maí 2023
Framkvæmdir eru í gangi
14. apríl 2023
Verktaki er að byrjaður að undirbúa framkvæmdir í garðinum
30. mars 2023
Verkefnið er í undirbúning hjá verktaka og framkvæmdir hefjast eftir páska
Hver koma að verkinu?
Verkkaupi
Verkefnisstjóri frumathugunar
Verkefnisstjóri forhönnunar
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar
Verkefnisstjóri framkvæmdar
Verktaki
Hönnun
Fleiri spurningar?
Senda ábendingu eða
hafðu samband: upplysingar@reykjavik.is
Frekari upplýsingar má nálgast hjá þjónustuveri í síma 411 1111
eða í netspjalli hér til hliðar