Héðinsreitur - Mýrargata - Yfirborðsfrágangur - 2023
Myndir





Hvað verður gert?
Framkvæmdir á gangstétt á Héðinsreit eða Vesturvin. Gangstéttin er framan við nýjar byggingar við Mýrargötu 33 og 39. Verkið felst í rifi á núverandi yfirborði, þ.e. sögun malbiks ásamt upprifi á malbiki, hellulögn og kantsteini ásamt steyptri kantstyrkingu. Jarðvinna felur í sér uppgröft, brottakstur, fyllingar ásamt meðhöndlun vegna núverandi lagna. Yfirborðsfrágangur er malbikun, forsteyptur kantsteinn, hellu- og steinlögn ásamt sögun og kantstyrkingu.
Hvernig gengur?
Janúar 2024
Verkinu lauk í desember 2023 og gengu framkvæmdir vel. Bætt var við nokkrum metrum af óðalskantsteini til þess að taka upp hæðarmun við hús. Brunnar í gangstétt voru hækkaðir upp og stilltir í sömu hæð og ný gangstétt.
Ágúst 2023
Verktaki stefnir á að byrja framkvæmdir í október og áætlar að verkið taki 2 vikur. Engin snjóbræðsla verður í gangstétt þar sem affallsvatn hitaveitu er nýtt annars staðar. Eftirlit með framkvæmdum verður í höndum Verkfræðistofu Reykjavíkur.
Júlí 2023
Undirbúningur fyrir verkið er hafinn. Samskipti við byggingaraðila bygginga og verkkaupa eru í gangi um mögulega snjóbræðslu í borgarlandi á vegum húsfélaga við Mýrargötu 33 og 39.