Héðinsreitur - Mýrargata - Yfirborðsfrágangur - 2023

Verkið felst í yfirborðsfrágangi á gangstétt framan við nýjar byggingar við Mýrargötu 33 og 39.
Framkvæmdatími: Ágúst 2023 - október 2023
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Framkvæmdir á gangstétt á Héðinsreit eða Vesturvin. Gangstéttin er framan við nýjar byggingar við Mýrargötu 33 og 39. Verkið felst í rifi á núverandi yfirborði, þ.e. sögun malbiks ásamt upprifi á malbiki, hellulögn og kantsteini ásamt steyptri kantstyrkingu. Jarðvinna felur í sér uppgröft, brottakstur, fyllingar ásamt meðhöndlun vegna núverandi lagna. Yfirborðsfrágangur er malbikun, forsteyptur kantsteinn, hellu- og steinlögn ásamt sögun og kantstyrkingu.

Hvernig gengur?

Júlí 2023

Undirbúningur fyrir verkið er hafinn. Samskipti við byggingaraðila bygginga og verkkaupa eru í gangi um mögulega snjóbræðslu í borgarlandi á vegum húsfélaga við Mýrargötu 33 og 39.

Ágúst 2023

Verktaki stefnir á að byrja framkvæmdir í október og áætlar að verkið taki 2 vikur. Engin snjóbræðsla verður í gangstétt þar sem affallsvatn hitaveitu er nýtt annars staðar. Eftirlit með framkvæmdum verður í höndum Verkfræðistofu Reykjavíkur.

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri USK

Kristinn Arnbjörnsson

Verktaki

Bergþór Arnar Ottósson hjá Bergþór ehf.

Eftirlit framkvæmda

Verkfræðistofa Reykjavíkur