Skólaþorpið í Laugardal
Skólaþorpið er bráðabirgðahúsnæði sem mun hýsa skóla- og frístundastarfsemi í Laugardal að hluta á meðan á viðhaldsframkvæmdum á núverandi húsnæði stendur.
Skólaþorpið í Laugardal
Hvað verður gert?
Skólaþorpið verður staðsett á horni Reykjavegar og Engjateigs, þar sem nú eru bílastæði. Skólaþorpið mun samanstanda af einnarhæðar stálgrindarhúsi og lausum kennslustofum sem eru að hluta til samtengdar.
Skólaþorpið mun rísa í áföngum og áætlað er að fyrstu kennslustofurnar verði tilbúnar til notkunnar haustið 2025 og að þorpið muni rísa í heild veturinn 2025-2026.
Hönnunarstjórn er í höndum Hornsteina arkitekta og landslagshönnun hjá Landslagi.
Hvernig gengur?
Janúar 2025
Hönnun er í gangi og EES útboð vegna lausra kennslustofa er í auglýsingu.
Hver koma að verkinu?
Síðast uppfært 13.01.2025