Skólaþorpið í Laugardal
Skólaþorpið í Laugardal
Hvað verður gert?
Skólaþorpið verður staðsett á horni Reykjavegar og Engjateigs, þar sem nú eru bílastæði. Skólaþorpið mun samanstanda af einnar hæðar stálgrindarhúsi og lausum kennslustofum sem eru að hluta til samtengdar.
Skólaþorpið mun rísa í áföngum og áætlað er að fyrstu kennslustofurnar verði tilbúnar veturinn 2025/2026 og hægt að taka þær í notkun í mars 2026 og að þorpið muni rísa í heild sinni 2026.
Hönnunarstjórn er í höndum Hornsteina arkitekta og landslagshönnun hjá Landslagi.
Hvernig gengur?
Nóvember 2025
Það hefur miðað vel áfram með skólaþorpið í nóvember. Í áfanga eitt er þetta helst:
- Allar húseiningar settar á sökkla, tengingar við vatn/rafmagn/fráveitu kláraðar.
- Utanhússklæðningar fullgerðar
- Grófjöfnun lóðar í vinnslu- og heldur áfram
- Uppsetning ljósastaura er í vinnslu- og heldur áfram
- Snjóbræðsla í vinnslu- og heldur áfram
- Uppsetning leiktækja er í vinnslu- og heldur áfram
- Hellulögn, malbik, setbekkir, tréverk og pallafrágangur í vinnslu- og heldur áfram
- Dreifistöð fyrir raffæðingu lóðar var sett upp af Veitum og búið er að hleypa rafmagni og neysluvatni inn á lóðina og á byggingarnar
- Undirbúningur fyrir öryggisúttekt á áfanga 1 er hafinn
Þá er skipulagsvinna vegna áfanga tvö í vinnslu. Breyting á aðal- og deiliskipulagi hefur verið auglýst og umsagnir hafa borist frá hagaðilum. Samtal við viðbragðsyfirvöld er í gangi og hófst með fundi þann 26 nóvember. Því samtali verður haldið áfram í desember.
Október 2025
Allar 10 stofurnar í fyrsta áfanga eru komnar á svæðið og vel hefur gengið að vinna við uppsetningu
Ágúst 2025
Fyrstu fimm stofurnar voru færðar á lóð skólaþorpsins núna í ágúst. Stofurnar koma úr Grafarholtinu og gengu flutningar vel. Unnið er að því að tengja stofurnar og vinna þær í samræmi við áætlun um skólaþorpið. Í framhaldi verður svo farið í lóðafrágang áður en hægt er að taka stofurnar í notkun fyrir skólastarf. Myndir af flutningunum má sjá hér að ofan.
Júlí 2025
Jarðvinnuframkvæmdum fyrir skólaþorpið hefur miðað vel áfram í júlí. Vinnu við upprif, fráveitu- og vatnslagnir í lóð er lokið og sökklar fyrir fyrstu sex kennslustofurnar tilbúnir. Um miðjan ágúst eru fyrstu fimm húsin væntanleg á lóðina.
Júní 2025
Lóðvinna fyrir fyrri áfanga skólaþorpsins er hafin. Nánar er fjallað um þetta í frétt á vef Reykjavíkurborgar Lóðavinna hafin fyrir skólaþorp í Laugardal | Reykjavik
Maí 2025
Undirbúningsvinna til tryggja komu skólaþorpsins og gæði húsnæðis fyrir skólastarf s.s. hönnun, skipulagsferli, útboð og samningar, hafa verið í fullum gangi í allan vetur. Við erum að fara sjá fyrstu verksummerki á verklegu framkvæmdinni nú á næstu dögum.
Það sem liggur fyrir:
- Samningar við lóðaverktaka, verktaka sem flytja núverandi færanlegar stofur auk, kaup á 11 nýjum stofum og verktaka sem setur þær upp.
- Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi skólaþorpsins, 10 kennslurstofur, verði afhentar til notkunnar í haust.
- Áætlað er að fyrstu fjórar kennslustofur verði tilbúnar til úttekta og afhendingar í september/október 2025
- Áætlað að næstu sex kennslustofur verði tilbúnar til úttekta og afhendingar í október/nóvember 2025
- Seinni áfangi, sex kennslustofur og 900 m² einingahús, er áætlaður vor 2026. Áætlað er að deiliskipulagsbreyting vegna seinni áfanga verði lögð fyrir borgarstjórn 3. júní næstkomandi og deiliskipulag fari í auglýsingu í kjölfarið.
Maí 2025
Útboð vegna færanlegra kennslustofa og jarðvinnu er lokið. Verið er að samræma áætlanir jarðvinnuverktaka og þeirra sem sjá um uppsetningu á færanlegum kennslustofum. Á næstu mánuðum munum við sjá byrjun jarðvinnu á svæðinu.
Janúar 2025
Hönnun er í gangi og EES útboð vegna lausra kennslustofa er í auglýsingu.