Skólaþorpið í Laugardal

Skólaþorpið er bráðabirgðahúsnæði sem mun hýsa skóla- og frístundastarfsemi í Laugardal að hluta á meðan á viðhaldsframkvæmdum á núverandi húsnæði stendur.
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Skólaþorpið í Laugardal

Hvað verður gert?

Skólaþorpið verður staðsett á horni Reykjavegar og Engjateigs, þar sem nú eru bílastæði. Skólaþorpið mun samanstanda af einnar hæðar stálgrindarhúsi og lausum kennslustofum sem eru að hluta til samtengdar.  

Skólaþorpið mun rísa í áföngum og áætlað er að fyrstu kennslustofurnar verði tilbúnar veturinn 2025/2026 og hægt að taka þær í notkun í mars 2026 og að þorpið muni rísa í heild sinni 2026.  

Hönnunarstjórn er í höndum Hornsteina arkitekta og landslagshönnun hjá Landslagi.  

Hvernig gengur?

Nóvember 2025

Það hefur miðað vel áfram með skólaþorpið í nóvember. Í áfanga eitt er þetta helst: 

  • Allar húseiningar settar á sökkla, tengingar við vatn/rafmagn/fráveitu kláraðar.
  • Utanhússklæðningar fullgerðar
  • Grófjöfnun lóðar í vinnslu- og heldur áfram
  • Uppsetning ljósastaura er í vinnslu- og heldur áfram
  • Snjóbræðsla í vinnslu- og heldur áfram
  • Uppsetning leiktækja er í vinnslu- og heldur áfram
  • Hellulögn, malbik, setbekkir, tréverk og pallafrágangur í vinnslu- og heldur áfram
  • Dreifistöð fyrir raffæðingu lóðar var sett upp af Veitum og búið er að hleypa rafmagni og neysluvatni inn á lóðina og á byggingarnar
  • Undirbúningur fyrir öryggisúttekt á áfanga 1 er hafinn

Þá er skipulagsvinna vegna áfanga tvö í vinnslu. Breyting á aðal- og deiliskipulagi hefur verið auglýst og umsagnir hafa borist frá hagaðilum. Samtal við viðbragðsyfirvöld er í gangi og hófst með fundi þann 26 nóvember. Því samtali verður haldið áfram í desember. 

Október 2025

Allar 10 stofurnar í fyrsta áfanga eru komnar á svæðið og vel hefur gengið að vinna við uppsetningu

Ágúst 2025

Fyrstu fimm stofurnar voru færðar á lóð skólaþorpsins núna í ágúst. Stofurnar koma úr Grafarholtinu og gengu flutningar vel. Unnið er að því að tengja stofurnar og vinna þær í samræmi við áætlun um skólaþorpið. Í framhaldi verður svo farið í lóðafrágang áður en hægt er að taka stofurnar í notkun fyrir skólastarf. Myndir af flutningunum má sjá hér að ofan.

Hver koma að verkinu?

Hönnunarstjórn

Hornsteinar

Verktaki

EYKT ehf.

Verktaki

Garðasmíði ehf.

Verktaki

Stólpi Gámar ehf.

Verkefnastjórnun

Skrifstofa framkvæmda og viðhalds
Síðast uppfært 28.11.2025