Hvassaleitisskóli – endurbætur

Endurbæturnar fela í sér m.a. að þakklæðning verður verður endurnýjuð og einangruð. Þá verða loftaklæðning, raflagnir og lýsing endurnýjuð.
Nýjum gangaveggjum verður komið fyrir ásamt, gólfhita, málun og nýjum gólfdúk.
Áætluð verklok vor 2024
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndasafn

Hvað verður gert?

Endurnýjun 2023 í skólahúsnæði felst í endurnýjun á 2. hæð norðurálmu.

Skrifstofa og kennarastofa

Hönnunargögn liggja fyrir frá arkitekt og Mannviti.

Áætlað er að byrja endurnýjun þegar framkvæmdir við kennsluálmur norður/suður er lýkur, rýmið notað á meðan sem bráðabirgða kennsluaðstaða vegna endurnýjunar á 2. hæð norður og fleira ef þarf.

Norðurálma

  1. 2. hæð   
    Vinna við endurnýjun vel á veg komin, 3 kennslustofur verða endurnýjaðar, stofurnar verða kennsluhæfar jól/áramót 2023.
  2. Verið að endurnýja gólfefni og mála stofurnar í nýrri hlutanum. Ein stofan fer í notkun í þessari viku.
  3. 1. hæð
    Endurnýjun á tveimur kennslustofum og gangi er lokið.
    Eftir er kennslueldhús (þarf að fara í hönnun og í umsögn hjá SFS, er þar á verkefnalista) er á áætlun.

Suðurálma

  1. Lokið er endurnýjun á frístundaherbergi, skrifstofu og gangi hæð, framhald verður á endurnýjun á skólastofum 1. hæðar þegar endurnýjun norðurálmu er lokið.
  2. Vinna á 2. hæð hefst þegar endurnýjun á 1. hæð er lokið (haustið/ áramót, 23/24).

Íþróttasalur

  1. Endurnýjun á hljóðvist í íþróttasal er lokið salurinn málaður og fleira.

Utanhúss

  • Endurnýjun á þaki íþróttahúss og norðurálmu er lokið, kláraðist í sumar.
  • Búið að gera útboðsgögn fyrir viðgerð/endurnýjun glugga norður og suðurálmu (komið í viðhaldsferli hjá SFV). 

Almennt

Efla hefur séð um gerð útboðsgagna og sinnt eftirliti og ráðgjöf.

Vinna við annað viðhald í skólanum er í stöðugu ferli hjá fasteignastjóra.

Hvernig gengur?

Staða framkvæmdar

Staða framkvæmdar er á áætlun og er gert ráð fyrir að framkvæmdum 2.hæðar ljúki vorið 2024.

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri frumathugana

Ósk Soffía Valtýsdóttir

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Kristján Sigurgeirsson

Eftirlit og hönnun

Efla verkfræðistofa
Hornsteinar arkitektar

Verktakar

Endurbætur ehf.
Bortækni ehf.

Aðrir verktakar eru þjónustuverktakar Reykjavíkurborgar.
Síðast uppfært 12.03.2024