Enduruppbygging hraðahindrana - Álfheimar 15

Verkið felst í enduruppbyggingu hraðahindrunar framan við Álfheima 15.
Framkvæmdatími: September 2024 - Október 2024
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Verkið verður framkvæmt af tveimur verktökum, einum íslenskum og einum sænskum. Garðyrkjuþjónustan mun annast jarðvinnu og lokafrágang í verki. Sænski verktakinn VBA mun framkvæma útlögn á granítsteinum. VBA munu einnig vera sérstakir ráðgjafar enda með mikla reynslu í sambærilegum verkum og munu leiðbeina og fræða á framkvæmdatíma.

Um er að ræða tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar á nýrri gerð hraðahindrana. Fyrirmynd hönnunar er frá Malmö í Svíþjóð.

Aðalhönnuður er sænska verkfræðistofan Sweco. Liska sér um lýsingarhönnun. Eftirlit er í höndum Hnit verkfræðistofu.

 

Hvernig gengur?

11. september 2024

Búið er að steypa plötu undir upprampa hraðahindrunar. Sænski verktakinn VBA er kominn til landsins og eru búnir að undirbúa niðursetningu granítkantsteina. Ef veður leyfir verður vinnu VBA lokið 13. september.

Ákveðið var að loka innkeyrslu að bílastæði Álfheima 32-36 því ökumenn nýttu bílastæði þeirra sem hjáleið framhjá framkvæmdasvæði. Því er einungis hægt að komast akandi inn á lóð að norðanverðu.

2. september 2024

Garðyrkjuþjónustan mun hefja framkvæmdir í fyrstu viku september. Fyrstu skref eru almennur ndirbúningur, aðstöðusköpun og vinnusvæðamerkingar. Því verður malbik rifið upp og helsta jarðvinna eiga sér stað. VBA munu koma til landsins í annarri viku september og framkvæma útlögn á granítsteinum.

Stefnt er á að framkvæmdir taki í það minnsta þrjár vikur.

Hver koma að verkinu?

Verkefnastjórnun

Skrifstofa framkvæmda og viðhalds

Verktaki

Garðyrkjuþjónustan ehf.

Eftirlit

Hnit verkfræðistofa hf.
Síðast uppfært 11.09.2024