Hólabrekkuskóli - endurgerð

Unnið er að hönnun og við framkvæmd á endurgerð Hólabrekkuskóla. Unnið er nú í fyrsta áfanga skólans sem alls eru fjórir.
2023-2027
Í undirbúningi
Í framkvæmd
Lokið

Framkvæmd

Hvað verður gert?

1.áfangi: 

Frumhönnun og þarfagreining leiddi í ljós að fara þurfti í frekari breytingar á húsnæði í húsi 2 að innan en reiknað var með í upphafi verks. Að þeim sökum dregst verkið um 1.ár að framkvæmdum geti lokið.

-helstu breytingar eru þessar:  Bætt aðgengi að húsinu (meðal annars sett upp ný lyfta). Brunavarnir uppfærðar, kennslustofur stækkaðar og bætt við vinnurýmum kennara, hljóðvist stórbætt, húsið verður klætt að utan og gluggakerfi endurnýjað í heild sinni.

Húsi 3 verður einnig breytt að innan, kennslustofum fjölgað, brunavarnir bættar, hljóðvist og ljósvist betrum bætt, endurnýjaðar lagnir, nýtt þak og  sennilega byggt yfir inngarðinn sem nýtist sem hluti af matsal og fleira.

2.áfangi:

Hús 3 (aðalhús) verður uppfært með tilliti til aðgengis, brunavarna, hljóðvistar og bætt loftræstikerfi. Skólaeldhús verði uppfært, matsalir kennara og nemenda verða endurgerðir, húsið klætt að utan og nýtt þak sett á húsið. 

3.áfangi 

Enn er verið að skoða hversu langt verður gengið með endurbætur á húsi 1 (elsta húsið) en ljóst er að endurgera þarf útvegg að innan að stærstum hluta.

Hvernig gengur?

Hönnun

Heildstæð hönnun á öllum 4 húsum Hólabrekkuskóla - þarfagreining og skilgreining húsnæðis er á lokametrum.

Deili-og sérhönnun á húsi 4 er í fullum gangi og er reiknað með að útboð á framkvæmdum í húsi 4 verði á haustmánuðum.

Frumhönnun á húsum 1-3 er á lokametrum, deili-og sérhönnun mun hefjast að loknu sumri (haust 24)

 

Hver koma að verkinu?

THG og Hornsteinar

arkitektar á húsum 1-3

Teiknistofa Arkitekta

Arkitektar á húsi 4

VSÓ framkvæmdaráðgjöf og verkstýring

tengiliður
Atli Örn Hafsteinsson atli@vso.is

Verksýn -Byggingastjórn og framkvæmdaeftirlit

Tengiliður:
Einar Hannesson einar@verksyn.is

COWI (áður Mannvit)

Brunahönnun
Tengiliður: Guðni Ingi Pálsson brunahönnuður

VSÓ burðarþolshönnun-lagnahönnun

tengiliður:
Atli Örn Hafsteinsson atli@vso.is

MYRRA hljóðvistarhönnun

tengiliður:
Kristrún Gunnarsdóttir

Hildiberg - rafmagnshönnun

tengiliður:
Kjartan H. Óskarsson

Reykjavíkurborg

tengiliður:
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds
Síðast uppfært 11.06.2024