Arnarborg - Endurgerð lóðar 2.áfangi 2025
Verkið snýr að verklegum framkvæmdum vegna 2. áfanga í endurgerð á lóð leikskólans Arnarborgar við Maríubakka 1, 109 Reykjavík. Um er að ræða endurgerð á suð-vestur hluta leikskólalóðar ásamt litlu svæði norð vestan við byggingu en svæðið er í heildina u.þ.b 1100 m² að stærð. Um er að ræða lagfæringu / styrkingu á viðkomandi svæði. Aðgengi fyrir alla, leiktæki, yfirborðsefni og svæði fyrir hugmyndaleiki barna verður bætt. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða og frágangur kringum leiktæki.
Framkvæmdatími: ágúst 2025 - nóvember 2025
Framkvæmdir við lóð Arnarborgar 2.áfangi - Myndir
Hvað verður gert?
Suðurhluti lóðar verður kláraður. Ný leiktæki, nýtt yfirborðsefni. Eldri malbikaður stígur innan lóðar rifinn upp og steyptur. Nýr malbikaður stígur lagður sunnan við lóð utan girðingar. Ný viðbót við lóð austan megin við hús (afgirt útikennslusvæði) ásamt fegrun svæðis austan við með gróðurbeðum og bættri lýsingu. Sorpgerði flutt á suð-austurhluta lóðar.
Hvernig gengur?
Ágúst 2025
Upprif á suðurhluta garðs, stígur steyptur, jarðvinna á náttúruleiksvæði og sandkassasvæði ásamt hellulögn uppvið hús.
Hver koma að verkinu?
Síðast uppfært 19.08.2025