Nauthólsvegur 79 - Færsla lagna 2023

Verkið felst endurnýjun og flutningi lagna út fyrir lóðamörk Nauthólsvegar 79 og 81 ásamt gerð stíga meðfram Flugvallarvegi og Nauthólsvegi í legu nýrra lagna.
Maí 2023 - október 2023
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Gatna- og stígagerð

Verkið felst í gerð göngustíga meðfram Flugvallarvegi og Nauthólsvegi í legu nýrra lagna. 

Lokun undirganga

Undirgöngum undir Flugvallarveg skal lokað. Verktaki skal fjarlægja hluta af steyptum gangnaenda og fylla í göng með grús.

Veitulagnir

Verkið er í aðalatriðum fólgið í því, að verktaki skal endurnýja og leggja nýlagnir veitna. Verktaki skal grafa skurði fyrir fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, rafstrengi og fjarskiptalagnir.  Í skurðina skal verktaki sanda undir og yfir rör og strengi, leggja lagnir, strengi, rör og ídráttarrör, fylla yfir og ganga frá. Jafnframt skal hann grafa fyrir og annast uppsetningu á brunnum og tengiskápum.
Um er að ræða eftirfarandi framkvæmdir:
Fráveita: Leggja á lagnir, þar með talið að ganga frá brunnum og tengingum.
Vatnsveita: Leggja á dreifilagnir.
Hitaveita: Leggja á dreifilagnir.
Rafveita: Leggja á lág- og háspennukerfi ásamt jarðvírum. Setja skal upp tengiskápa og annast útdrátt strengja.
Götulýsing: Verkið felur í sér að leggja ídráttarrör og jarðstrengi fyrir götulýsingu ásamt þvi að taka niður og reisa ljósastólpa.
Fjarskiptalagnir: Verkið felur í sér að leggja lagnir og rör Mílu og Ljósleiðarans í skurði.

Helstu magntölur í verkinu eru:
• Upprif á malbiki, steypu og hellum 1.495 m2
• Upprif á steyptum kantsteini 66 m
• Gröftur 175 m3
• Fylling 455 m3
• Mulningur 575 m2
• Malbikun 575 m2
• Þökulögn 700 m2
• Fráveitulagnir 260 m
• Fráveitubrunnar 7 stk
• Kaldavatnslagnir 195 m
• Hitaveitulagnir 220 m
• Ljósastólpar 4 stk
• Rafstrengir 1.135 m
• Fjarskiptalagnir 500 m

Hvernig gengur?

Júní 2023

Framkvæmdir eru komnar af stað og miðar ágætlega áfram.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg og Veitur ohf.

Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar

Rúnar G. Valdimarsson

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Þór Gunnarsson

Verktaki

Steingarður ehf.

Hönnun

Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar ehf. og Verkís hf.

Eftirlit

Verkfræðistofa Reykjavíkur

Eftirlitsmaður

Brynjar Már Andrésson

Ábyrgðarmaður vinnusvæðamerkinga

Ellert Jónsson