Nauthólsvegur 79 - Færsla lagna 2023
Myndir
Hvað verður gert?
Gatna- og stígagerð
Verkið felst í gerð göngustíga meðfram Flugvallarvegi og Nauthólsvegi í legu nýrra lagna.
Lokun undirganga
Undirgöngum undir Flugvallarveg skal lokað. Verktaki skal fjarlægja hluta af steyptum gangnaenda og fylla í göng með grús.
Veitulagnir
Verkið er í aðalatriðum fólgið í því, að verktaki skal endurnýja og leggja nýlagnir veitna. Verktaki skal grafa skurði fyrir fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, rafstrengi og fjarskiptalagnir. Í skurðina skal verktaki sanda undir og yfir rör og strengi, leggja lagnir, strengi, rör og ídráttarrör, fylla yfir og ganga frá. Jafnframt skal hann grafa fyrir og annast uppsetningu á brunnum og tengiskápum.
Um er að ræða eftirfarandi framkvæmdir:
Fráveita: Leggja á lagnir, þar með talið að ganga frá brunnum og tengingum.
Vatnsveita: Leggja á dreifilagnir.
Hitaveita: Leggja á dreifilagnir.
Rafveita: Leggja á lág- og háspennukerfi ásamt jarðvírum. Setja skal upp tengiskápa og annast útdrátt strengja.
Götulýsing: Verkið felur í sér að leggja ídráttarrör og jarðstrengi fyrir götulýsingu ásamt þvi að taka niður og reisa ljósastólpa.
Fjarskiptalagnir: Verkið felur í sér að leggja lagnir og rör Mílu og Ljósleiðarans í skurði.
Helstu magntölur í verkinu eru:
• Upprif á malbiki, steypu og hellum 1.495 m2
• Upprif á steyptum kantsteini 66 m
• Gröftur 175 m3
• Fylling 455 m3
• Mulningur 575 m2
• Malbikun 575 m2
• Þökulögn 700 m2
• Fráveitulagnir 260 m
• Fráveitubrunnar 7 stk
• Kaldavatnslagnir 195 m
• Hitaveitulagnir 220 m
• Ljósastólpar 4 stk
• Rafstrengir 1.135 m
• Fjarskiptalagnir 500 m
Hvernig gengur?
Júní 2023
Framkvæmdir eru komnar af stað og miðar ágætlega áfram.