Víkurvegur Borgarvegur - Hringtorg

Framkvæmdin felur í sér gerð hringtorgs á gatnamótum Víkurvegar og Borgavegar í Grafarvogi í stað núverandi ljósastýrðra gatnamóta og stækkun núverandi hringtorgs á Víkurvegi við innkeyrslu á lóð Egilshallar.
Júlí 2023 - desember 2023
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Borgarvegur Víkurvegur

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felur í sér gerð hringtorgs á gatnamótum Víkurvegar og Borgavegar í Grafarvogi í stað núverandi ljósastýrðra gatnamóta og stækkun núverandi hringtorgs á Víkurvegi við innkeyrslu á lóð Egilshallar.

Við gerð nýja hringtorgsins verður stígakerfið umhverfis gatnamótin endurgert í samræmi við breytingarnar og gönguleiðir yfir götur útfærðar þannig að öryggi sér tryggt. Hringtorgið við Egilshöll verður stækkað og svæðið á milli hringtorganna að austanverðu endurgert að mestu leyti. Endurgerðin felst í endurbættum stofnstíg á milli hringtorganna, lengingu núverandi strætóvasa að  biðstöð, gerð biðsvæðis fyrir strætisvagna og gerð stíga og hjólastæðis við biðstöð. Samfara þessum framkvæmdum verður gengið frá heimæðum á köldu vatni, fráveitu og rafmagni í biðstöð. Núverandi rafstrengir á framkvæmdasvæði verða settir í hlífðarhólka til að hafa þá rekstrarhæfa á framkvæmdartíma en raflagnaskápar verða endurnýjaðir.

Einnig er gert ráð fyrir gróðursvæðum, landmótun, lýsingu við götu, stíga, nýjum skiltum og merkingum. Framkvæmdirnar fela í sér allt upprif á núverandi yfirborði þar sem breytingar verða, alla jarðvinnu og allan yfirborðsfrágang. 

Hvernig gengur?

September 2023

 Framkvæmdir eru að fara af stað

Hver koma að verkinu?

Eftirlitsmaður

Jökull Jónsson

Verkefnastjóri Reykjavíkurborgar á framkvæmd

Gunnar Atli Hafsteinsson

Verktaki

D.Ing-Verk ehf.