Gatnamót við Bústaðaveg og Háaleitisbraut

Framkvæmdin felur í sér endurgerð á núverandi gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar ásamt aðlögun á aðliggjandi götum og gangstéttum.
Framkvæmdatími: júní 2023 - 18. nóvember 2023
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

 Framkvæmdin felur í sér endurgerð á núverandi gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar ásamt aðlögun á aðliggjandi götum og gangstéttum.  Endurnýjun og fullnaðarfrágangi á nýjum hitaveitulögnum sem tengjast núverandi kerfi. Endurnýjun og breyting á umferðarljósum og gatnalýsingu ásamt umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum.  Einnig breytingum norðar á Háaleitisbraut, þrenging götu til norðurs, koddar og biðstöðvar strætó.

Hvernig gengur?

Mars 2024

Framkvæmdum er lokið

Júlí 2023

Nokkrir punktar vegna framkvæmdar

  • Áfangi 21 hófst mánudaginn 10. júlí, vinna gengur vel og lýkur vonandi 19. júlí.
  • Þá mun áfangi 11 hefjast, lokun hægri-beygju af Bústaðavegi suður á Háaleitisbraut. Verktaki áætlar 2 vikur í þann áfanga. Umferð verður því hleypt aftur á gatnamótin 2. ágúst.
  • Framkvæmdum skv. útboði á að ljúka 18. nóvember 2023 en verkáætlun verktaka miðar við að ljúka heildarverki um miðjan september.
  • Eftir að gatnamótum var lokað að hluta (Áfangi 21) í byrjun viku 28 hefur enginn sjúkrabíll í forgangsakstri orðið fyrir töfum á sinni leið að bráðamóttöku landspítalans. Því er að þakka góðu skipulagi og undirbúningi verktaka fyrir þessa áfangalokun.
  • Töluverð umferðarteppa myndaðist niður Eyrarland, inn Áland og allan Fossvogsveg sem stóð hvað hæst mánudaginn 10. júlí og þriðjudaginn 11. júlí. Umferðarljósum við gatnamót Bústaðavegar og Grensásvegar var tímabundið breytt til að komast á móts við aukna umferð úr Fossvogi.

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar

Kristinn Arnbjörnsson

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Gunnar Atli Hafsteinsson

Verkefnisstjóri Veitna

Hörður Jósef Harðarson

Verktaki

Stjörnugarðar ehf

Verkstjóri verktaka

Þórir Þórisson

Hönnun

Verkís hf

Eftirlit

Verkfræðistofa Reykjavíkur

Eftirlitsaðili

Jökull Jónsson

Eftirlitsaðili

Fannar Geirsson

Eftirlitsaðili

Brynjar Már Andrésson
Síðast uppfært 22.04.2024