No translated content text
Yfirborðsfrágangur í Jöfursbási
Verkið felst í að ljúka yfirborðsfrágangi Jöfursbáss í Gufunesi.
Júní 2023 - desember 2023
Hvað verður gert?
Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:
- Jöfnun á burðarlagi og tvö malbikslög á vestari akrein Jöfursbáss
- Jöfnun á styrktarlagi gangstétta, hellulögn gangstéttar og gerð kantsteins
- Efra malbikslag á eystri akrein Jöfursbáss og báðar akreinar innst í Jöfursbási
- Jöfnun á burðarlagi og hellulögn í bílastæðum, yfirkeyrslusvæðum og upphækkuðum svæðum
- Gerð ofanvatnsrásar og trjábeða í miðju bílastæðis
- Uppgröftur/jarðvegsskipti og uppbygging undir bílastæði og gangstétt í útskoti innst í Jöfursbási
- Umferðarmerki og yfirborðsmerkingar
- Aðlögun Gufunesvegar að Jöfursbási.
- Uppsetning niðurfalla og tengingar við stofnlögn
- Ganga frá stopphanalokum og hækka spindla fyrir hitaveitu og vatnsveitu.
- Lögn ídráttarröra, tengiskápa, jarðvírs og undirstöðusteina vegna rafhleðslustöðva
- Borgarlýsing
Helstu magntölur verksins eru:
- Burðar og styrktarlög: 1200 m³
- Malbikun: 8100 m²
- Hellu- og steinlagnir: 8000 m²
- Kantsteinar: 800 m
- Tré og stálrammar: 6 stk.
- Umferðarmerki: 45 stk.
- Jarðvírar: 1300 m
- Jarðstrengir: 750 m
- Ídráttarrör: 2500 m
- Ljósastaurar: 23 stk.
Hvernig gengur?
Júní 2023
Búið að semja við verktaka og eftirlitsaðila, undirbúningur framkvæmda að hefjast.
29. ágúst 2023
Framkvæmdir eru komnar í gang. Verktaki er að undirbúa malbikun við Jöfursbás 11 og í framhaldinu verða bílastæði í miðdeilinu hellulögð.
Hver koma að verkinu?
Verkkaupi
Reykjavíkurborg og Veitur ohf.
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar
Rúnar G. Valdimarsson
Verktaki
Bjössi ehf.
Hönnun
Verkís hf.