Yfirborðsfrágangur í Jöfursbási

Verkið felst í að ljúka yfirborðsfrágangi Jöfursbáss í Gufunesi.
Júní 2023 - desember 2023
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:

 • Jöfnun á burðarlagi og tvö malbikslög á vestari akrein Jöfursbáss
 • Jöfnun á styrktarlagi gangstétta, hellulögn gangstéttar og gerð kantsteins
 • Efra malbikslag á eystri akrein Jöfursbáss og báðar akreinar innst í Jöfursbási
 • Jöfnun á burðarlagi og hellulögn í bílastæðum, yfirkeyrslusvæðum og upphækkuðum svæðum
 • Gerð ofanvatnsrásar og trjábeða í miðju bílastæðis
 • Uppgröftur/jarðvegsskipti og uppbygging undir bílastæði og gangstétt í útskoti innst í Jöfursbási
 • Umferðarmerki og yfirborðsmerkingar
 • Aðlögun Gufunesvegar að Jöfursbási.
 • Uppsetning niðurfalla og tengingar við stofnlögn
 • Ganga frá stopphanalokum og hækka spindla fyrir hitaveitu og vatnsveitu.
 • Lögn ídráttarröra, tengiskápa, jarðvírs og undirstöðusteina vegna rafhleðslustöðva
 • Borgarlýsing

Helstu magntölur verksins eru:

 • Burðar og styrktarlög: 1200 m³
 • Malbikun: 8100 m²
 • Hellu- og steinlagnir: 8000 m²
 • Kantsteinar: 800 m
 • Tré og stálrammar: 6 stk.
 • Umferðarmerki: 45 stk.
 • Jarðvírar: 1300 m
 • Jarðstrengir: 750 m
 • Ídráttarrör: 2500 m
 • Ljósastaurar: 23 stk.

Hvernig gengur?

Júní 2023

Búið að semja við verktaka og eftirlitsaðila, undirbúningur framkvæmda að hefjast.

29. ágúst 2023

Framkvæmdir eru komnar í gang.  Verktaki er að undirbúa malbikun við Jöfursbás 11 og í framhaldinu verða bílastæði í miðdeilinu hellulögð.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg og Veitur ohf.

Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar

Rúnar G. Valdimarsson

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Rúnar G. Valdimarsson

Verktaki

Bjössi ehf.

Hönnun

Verkís hf.

Eftirlit

VSÓ Ráðgjöf ehf.
Kristján Ingi Gunnlaugsson

Ábyrgðarmaður vinnusvæðamerkinga

Björn Sigurðsson
Síðast uppfært 12.03.2024