Gatnaframkvæmdir í Vogabyggð
Myndir
Hvað verður gert?
Gatnagerð nýrra gatna sem og endurgerð eldri gatna í Vogabyggð.
Unnið er við jarðvegsskipti í götum ásamt lagningu stofnlagna fráveitu, heitt og kalt vatn ásamt rafmagni og fjarskiptalögnum. Gengið verður frá yfirborði gatna, kantsteinum og gangstéttum.
Gera má ráð fyrir að þurfi að fleyga fyrir lögnum.
Framkvæmdin er á vegum Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur og veitufyrirtækja.
Hvernig gengur?
September 2024
Vogabyggð 1
Færsla á Kleppsmýrarvegi er lokið - vinna við hitaveitu í gangi.
Framkvæmdir við gatnagerð og lagnir í Stefnisvogi - lokið er við lagningu á fráveitu og köldu vatni. Vinna við hitaveitu og rafmagn unnin samhliða uppbyggingu ásamt malbikun (bráðabirgða) gatna.
Vogabyggð 2
Vinnu í kringum Skektuvog er að mestu lokið fyrir utan frágang að Skektuvogi 1.
Framkvæmdum við Drómundarvog suður er lokið - gata malbikuð til bráðabirgða við Súðarvog 7-11.
Framkvæmdir við Drómundarvog norður lokið.
Arkarvogur í vinnslu - það á eftir að ganga frá gangstétt norðan megin.
Október 2022
Vogabyggð 1:
Færslu á Kleppsmýrarvegi er lokið
Framkvæmdir við gatnagerð og lagnir í Stefnisvogi eru að fara af stað.
Vogabyggð 2:
Jarðvinnu við Súðarvog frá Tranarvogi að Kuggavogi er lokið.
Jarðvinnu við Kuggavog frá Vörputorgi að Dugguvogi er lokið.
Jarðvinna í kringum Skektuvog lokið.
Framkvæmdum við Drómundarvog suður er lokið
Framkvæmdir við Dugguvog eru vel á veg komnar.
Framkvæmdir við Arkarvog og Drómundarvog norður hafa verið boðnar út og hefjast framkvæmdir á næstu dögum.