Úlfarsárdalur - Hverfi 1 - Yfirborðsfrágangur 2024

Verkið felst í yfirborðsfrágangi og eftirstöðvum í Hverfi 1 í Úlfarsárdal.
Framkvæmdatími: Júní 2024 - November 2024
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Framkvæmdunum er skipt í sjö svæði:

Svæði 1:
Steypa á gangstétt og kantstein framan við Lofnarbrunn 44 og 45. Einnig á að setja upp ljósastólpa.

Svæði 2:
Steypa á gangstétt og kantstein framan við Gerðarbrunn 46 og 48. Einnig á að setja upp ljósastólpa.

Svæði 3:
Steypa á gangstétt og kantstein framan við Gerðarbrunn 3 og 5. 

Svæði 4:
Malbika á bílastæði við Gerðarbrunn 1.

Svæði 5:
Rífa á upp malbikaða stétt sem var lögð til bráðabirgða á sínum tíma. Steypa á nýja gangstétt meðfram Urðarbrunni 13 ásamt hellulögn við þverun.

Svæði 6:
Rífa á upp malbikaða stétt sem var lögð til bráðabirgða á sínum tíma. Steypa á nýja gangstétt meðfram Urðarbrunni 23 og 25 ásamt hellulögn við þverun og þökulögn.

Svæði 7:
Leggja á nýjar fráveituheimæðar (regn og skólp) að Iðunnarbrunni 15.

Hvernig gengur?

Nóvember 2024:

Verki er að mestu lokið og minniháttar lokafrágangur er eftir.

Júlí 2024

Verkstaða í lok júlí:

  • Lofnarbrunnur 44-46
    • Undirbúningur steypu hafinn
    • Ljósastólpi niðurkominn   
  • Gerðarbrunnur 46-48
    • Undirbúningur hafinn
    • Kansteinn niðurkominn
    • Ljósastólpi niðurkominn
  • Gerðarbrunnur 1
    • Kantsteinn niðurkominn
    • Búið að malbika bílastæði
    • Búið að steypa kantstein við bílastæði
  • Urðarbrunnur 13
    • Búið að steypa
  • Urðarbrunnur 23
    • Búið að steypa
  • Ingunnarbrunnur 13
    • Verk ekki hafið

Júní 2024

Verktaki hyggst hefja framkvæmdir í viku 27 eða 1.-5. júlí.

Ákveðið var að bæta við steypun gangstéttar framan við Urðarbrunn 62. Húseigandi þar mun leggja snjóbræðslu í gangstéttina á eigin kostnað.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

USK Reykjavíkurborg
Verkefnisstjóri USK
Ásgeir Marinó Rudolfsson

Verktaki

Garðasmíði ehf.

Eftirlit framkvæmda

Fannar Geirsson Byggingartæknifræðingur
Verkfræðistofa Reykjavíkur
Síðast uppfært 20.11.2024