Ártúnshöfði - Svæði 1 - Gatnagerð og lagnir
Myndasafn
Hvað verður gert?
Vinnu á svæðinu er skipt upp í fimm áfanga.
Áfangi 1: Vinna hefst á vesturhluta svæðis. Breiðhöfða milli Stórhöfða og Dvergshöfða lokað fyrir almennri umferð og umferð beint um Höfðabakka og Stórhöfða. Unnið er m.a. að jarðvegsskiptum í götum, byggingu stoðveggjar meðfram stíg á Hamrinum og lagningu fráveitu- og vatnsveitulagna. Byggja skal stoðvegginn meðfram stígnum við Hamarinn áður en fráveitulögn er lögð í stíginn.
Einnig er unnið við lagningu hitaveitu-, rafmagns-, fjarskipta- og götuljósalagna í stéttum eftir að kjallarar húsa við stéttina eru komnir upp úr jörðinni og áður en verktakar innan lóða setja upp verkpalla hjá sér. Áhersla er lögð á að verktaki jarðvegsskipti í öllum botnlöngum áður en verktakar innan aðliggjandi lóða hefja sínar framkvæmdir en á einstökum lóðum hafa verktakar þegar hafið framkvæmdir. Einnig er munu framkvæmdir verða hafnar við Eirhöfða 7 áður en þetta verk hefst. Allar framkvæmdir í verkinu skulu vinnast í góðri samvinnu og samráði við alla uppbyggingaraðila innan lóða og verktaka á þeirra vegum sem munu koma inn á svæðið á framkvæmdatímanum. Allar bráðabirgðagönguleiðir skulu malbikaðar.
Í austurkant Eirhöfða norðan Eldshöfða skal setja vatnsveitulögn. Halda skal Eirhöfða opnum á verktímanum og haga framkvæmdum þannig að alltaf sé ein akrein og gönguleið opin framhjá verksvæðinu í Eirhöfðanum. Lagning á þessari vatnsveitulögn skal unnin áður en farið er í framkvæmdir við lóð Stálhöfða 2.
Í þessum áfanga skal lokið við jarðvinnu undir akbrautum í öllum botnlöngum ásamt gerð stoðveggjar.
Áfangi 2: Unnið er áfram á vinnusvæði 1. Unnið er m.a. að jarðvegsskiptum í götum og lagningu fráveitu- og vatnsveitulagna. Þá er áfram unnið við lagningu hitaveitu-, rafmagns-, fjarskipta- og götuljósalagna í stéttum eftir að kjallarar húsa við stéttina eru komnir upp úr jörðinni og áður en verktakar innan lóða setja upp verkpalla hjá sér. Allar bráðabirgðagönguleiðir skulu malbikaðar. Fyrir lok áfangans skal malbika neðra malbikslag í Breiðhöfða, Eirhöfða og Stórhöfða ásamt því að malbika í botnlöngum.
Áfangi 3: Áfangi 3 hefst með opnun Eirhöfða og Stórhöfða fyrir umferð og á sama tíma hefst vinna á eystri hluta svæðisins þar sem Breiðhöfða og Svarthöfða er lokað.
Áður en gangstétt meðfram Svarthöfða er lokað skal gera malbikaðan bráðabirgðastíg frá Svarthöfða að Stórhöfða.
Í þessum áfanga skal lokið við færslu Svarthöfða nyrst ásamt gerð framhalds á Eldshöfða að Svarthöfða. Lokið skal allri vinnu við þessa götukafla m.a. malbikun þeirra og enduruppsetningu á vegriði. Áfanganum lýkur þegar opnað hefur verið fyrir almenna umferð um þessa götukafla.
Áfangi 4: Áfangi 4 er sjálfstæður áfangi innan áfanga 3 og 5. Í þessum áfanga er unnið að lagningu hitaveitulagna meðfram Stórhöfða frá Svarthöfða og austur fyrir Höfðabakka.
Einni akrein í hvora átt er haldið opinni eftir Höfðabakkanum allan verktímann. Einnig skal alltaf halda annarri hvorri gönguþveruninni yfir Stórhöfða opinni á verktímanum. Miðað er við að vinna í Höfðabakkanum og þrengingar að umferð á honum taki eins stuttan tíma og hægt er, að hámarki í þrjár vikur.
Áfangi 5: Í þessum áfanga er áfram unnið í austurhluta svæðis, þá bætist við vinnusvæði í austurenda Steinhöfða og vesturenda Eirhöfða ásamt tengingu til norðurs í Breiðhöfða.
Hvernig gengur?
Desember 2024
Stefnt er að opnun Breiðhöfða í desember. Lagnavinnu er lokið.
Verið er að hanna göngustíga að nýbyggingum á svæði 1. Þeir verða komnir í gagnið sumarið 2025.
September 2024
Verktaki vinnur hörðum höndum að því að koma lögnum fyrir í gatnastæði Breiðhöfða þannig að hægt verði að loka skurðum fyrir veturinn og opna götuna fyrir umferð. Unnið er að gatnagerð við lóðir eftir því sem uppbyggingu húsa vindur fram, í samvinnu við uppbyggingaraðila. Byrjað er að færa legu Svarthöfða skv. gildandi deiliskipulagi. Unnið er með þróunaraðilum á svæðinu að rýma þau svæði þar sem framkvæmdir munu hefjast í næsta áfanga.
Ágúst 2024
Síðan er í vinnslu og verður uppfærð. Athugið að tímasetningar geta hliðrast, hafið samband við eftirlit framkvæmda varðandi uppfærðar tímasetningar.
April 2024
Jarðvinna: Lokið að grafa fyrir stoðvegg og unnið að grafa fyrir lögnum með stoðvegg. Unnið við götur og stíga. Lokið við Breiðhöfðabotnlanga N og S. Unnið við lagnir fyrir fráveitu.
Næstu verk:
Fráveita meðfram steyptum vegg. Moka fyrir Borgarlínu. Unnið við tengingu á fráveitu frá Breiðhöfða eftir að endurskoðun á hönnun liggur fyrir.
Mars 2024
Byrjað að grafa fyrir Borgarlínu
Búið að tengja umferðarljós Dverghöfða. Byrjað að grafa upp Breiðhöfða. Byrjað að grafa í Stálhöfða. Grafið fyrir lögnum meðfram steyptum vegg. Grafið niður á fráveitu neðan við Breiðhöfða.
Janúar 2024
Verktaki er við framkvæmdir 1. verkhluta. Verið er að grafa og keyra í burtu ómenguðu efni. Verktaki er að setja upp hreinsistöð. Gröftur á gulmenguðu efni hefst fljótlega.
Frá og með föstudeginum 19. janúar mun strætó leið 24 aka um Dvergshöfða í stað Stórhöfða vegna framkvæmda. Biðstöðvarnar á Stórhöfða: Stórhöfði, Svarthöfði og Breiðhöfði munu því verða óvirkar og tvær nýjar biðstöðvar: Funahöfði og Smiðshöfði, verða í staðinn á Dvergshöfða, sjá skýringarmynd.
Júlí 2023
Verktaki hefur hafið framkvæmdir. Búið er að grafa undan stoðvegg vestast á svæðinu. Verið er að grafa og keyra í burtu ómenguðu efni.
Júní 2023
Upphafsfundur með verkkaupa, eftirliti og verktaka var haldinn 7. júní 2023. Stefnt er að framkvæmdir hefjist um mánaðarmót júní-júlí.