Austurheiðar útivistarsvæði fyrsti áfangi

Verkefnið tilheyrir uppbyggingu á útivistarsvæði Austurheiða. Í þessum fyrsta áfanga verður byggður leik- og áningarstaður í Lyngdal, bílastæði stækkað og stígar bættir, og leik- og áningarsvæðis fyrir fólk og dýr gert í Paradísarskál.
Frá mars 2022 fram á vor 2023
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Skýringarmyndir

Hvað verður gert?

Austurheiðar ná yfri Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði, alls um 930 ha svæði, og innan svæðisins eru Rauðavatn, Reynisvatn og Langavatn að hluta. Uppbygging svæðisins er þáttur stefnu borgarinnar í að gera svæðið að aðgengilegu útivistarsvæði og efla lýðheilsu.

Í fyrsta áfanga verður í Lyngdal byggður upp leik- og áningarstaður í skógarstíl, bílastæði verður lagfært stækkað og afmarkað, nýjir malarstígar lagðir og borið í eldri stíga, upplýsingaskilti verða sett upp og gönguleiðir merktar. Í Paradísarskál sem er mikið notað af hundaeigendum er lausaganga hunda heimiluð. Þar verður gert áningarsvæði fyrir fólk og dýr, og æfingasvæði fyrir hunda, stígur að svæðinu verður breikkaður og aðrir lagfærðir, bekkir settir upp og upplýsingaskilti með merkingum gönguleiða.

Gönguleiðir á svæðinu verða kortlagðar og merktar eftir litakerfi og sett verða upp upplýsingaskilti, vegstikur og vegprestar.

Hvað kostar þetta?

Áætlaður heildarkostnaður þessa áfanga er 45 milljónir.

Hvernig gengur?

14. mars 2023

Framkvæmdum er að mestu lokið, lokafrágangur klárast með vorinu 2023.

6. júlí 2022

Verkið er í vinnslu hjá verktaka 

8. september 2022

Verkefnið er í framkvæmd - í Paradísarskálinni er búið að gerð nýjan malarstíga sem tengist við núverandi stígakerfi, einnig hefur verið borið eldri stíga þeir gerðir greiðfærari. Búið er að setja upp leik- og æfingatæki fyrir hunda í Paradísarskálinni og áningarsvæði þar er í vinnslu.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar

Marta María Jónsdóttir

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Marta María Jónsdóttir

Verktaki

Sumargarðar ehf

Hönnun

Landmótun og Mannvit

Eftirlit

VSR Verkfræðistofa Reykjavíkur
vsr.is

Eftirlitsmaður

Brynjar Már Andrésson

Eftirlitsmaður

Jökull Jónsson

Ábyrgðarmaður vinnusvæðamerkinga

Bjarni Haukur Magnússon hjá Sumargörðum ehf.
Síðast uppfært 12.03.2024