Hálsabraut, göngu og hjólastígar

Framkvæmdin felur í sér fullnaðarfrágang á göngu- og hjólastíg, stíglýsingu ásamt hitaveitulögnum og raflögnum frá Bæjarhálsi að Hesthálsi.
Apríl 2024 - Nóvember 2024
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Yfirlitsmynd

Hvað verður gert?

Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:

-    Rif og förgun á malbiki og núverandi kantsteini á hlutasvæðum gatna.
-    Uppgreftri og jarðvegsskiptum
-    Fullnaðarfrágangur fyllinga undir stíga
-    Fullnaðarfrágangur fráveitu, hitaveitu og raflagna
-    Fullnaðarfrágangur yfirborðs

 

Hvernig gengur?

Des 2024

Unnið hefur verið í flestum verkáföngum og búið er að opna fyrir umferð um Hálsabraut. Verkið hefur tafist af ýmsum ástæðum og viðbúið að framkvæmdir muni stöðvast vegna vetraraðstæðna og hluti verks verði framkvæmdur á fyrri hluta árs 2025.

Júlí 2024

Verk er í gangi og hefur gengið ágætlega en einhverjar tafir urðu í upphafi verks.  

Hver koma að verkinu?

Eftirlit framkvæmda

VBV- Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar ehf.

Eftirlitsaðili framkvæmda

Gautur Þorsteinsson

Verktaki

Stjörnugarðar ehf

Verkefnastjóri Veitna

Sigurður Rúnar Birgisson

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Gunnar Atli Hafsteinsson
Síðast uppfært 27.09.2024