Sléttuvegur - Yfirborðsfrágangur 2025
Hvað verður gert?
Vinnusvæðið er í grónu hverfi sem ennþá er verið að byggja upp og því er núverandi yfirborðsfrágangur með malbikuðum götum, kantsteinum, steyptum stéttum, malbikuðum stígum og öðru sem tilheyrir ásamt ófrágengnum svæðum. Á yfirlitsmynd má sjá þá ófrágengnu staði sem þetta verk mun taka til en þar á eftir að steypa stéttir og malbika stíga ásamt fleiru sem tiltekið er á teikningum. Leiðrétta þarf hæðir á malbiki í götu og verður það framkvæmt í þessu verki. Ekki ætti að vera þörf á að raska mikið núverandi umhverfi við framkvæmd þessa verks. Ef til þess kemur skal endurnýja framangreint yfirborð og innviði og koma í fyrra horf.
Hvernig gengur?
September 2025
Verk er að hefjast