Úlfarsárdalur við Leirtjörn - Urðartorg
Myndir
Hvað verður gert?
Verkið felst í yfirborðsfrágangi á nýju torgi, Urðartorgi, við Leirtjörn í Úlfarsárdal meðfram Rökkvatjörn. Helluleggja á torgið og verða þar upphækkuð gróðurbeð. Snjóbræðsla verður á helstu gönguleiðum við við. Gera á vatnsrás meðfram Rökkvatjörn. Torgið verður upplýst og stefnt er á að setja þar listaverk og setbekki.
Hvernig gengur?
Október 2024
Vertkaki er að koma sér fyrir. Verktaki hefur tekið til á svæði.
September 2024
Tilboð hafa verið opnuð og verktaki er Garðasmíði ehf og eftirlit er hjá Verkfræðistofu Reykjavíkur. Miðað er við að framkvæmdir fari af stað í byrjun október 2024
Ágúst 2024
Verkið verður boðið út í ágúst og er stefnt á að semja við lægstbjóðanda að loknu útboði, sem verður vonandi um næstu mánaðarmót. Í kjölfarið af því verður samið við aðila um framkvæmdaeftirlit.
Hver koma að verkinu?
Verkkaupi
Verkefnisstjóri USK
Ásgeir Marinó Rudolfsson