Úlfarsárdalur við Leirtjörn - Urðartorg

Verkið felst í yfirborðsfrágangi á nýju torgi, Urðartorgi, við Leirtjörn í Úlfarsárdal meðfram Rökkvatjörn.
Framkvæmdatími: Október 2024 - Desember 2024
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Verkið felst í yfirborðsfrágangi á nýju torgi, Urðartorgi, við Leirtjörn í Úlfarsárdal meðfram Rökkvatjörn. Helluleggja á torgið og verða þar upphækkuð gróðurbeð. Snjóbræðsla verður á helstu gönguleiðum við við. Gera á vatnsrás meðfram Rökkvatjörn. Torgið verður upplýst og stefnt er á að setja þar listaverk og setbekki.

Hvernig gengur?

Október 2024

Vertkaki er að koma sér fyrir. Verktaki hefur tekið til á svæði.

September 2024

Tilboð hafa verið opnuð og verktaki er Garðasmíði ehf og eftirlit er hjá Verkfræðistofu Reykjavíkur.  Miðað er við að framkvæmdir fari af stað í byrjun október 2024

Ágúst 2024

Verkið verður boðið út í ágúst og er stefnt á að semja við lægstbjóðanda að loknu útboði, sem verður vonandi um næstu mánaðarmót. Í kjölfarið af því verður samið við aðila um framkvæmdaeftirlit.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

USK Reykjavíkurborg
Verkefnisstjóri USK
Ásgeir Marinó Rudolfsson

Verktaki

Garðasmíði ehf.
Aron Björn Arason

Eftirlit framkvæmda

Verkfræðistofa Reykjavíkur
Fannar Geirsson
Síðast uppfært 12.11.2024