Framkvæmdir í Hagaskóla

Umfangsmiklar framkvæmdir standa yfir í Hagaskóla sem miða að því að byggja upp húsnæði sem hæfir nútíma kennsluháttum með heildstæðri hönnun og góðri virkni fyrir nemendur og kennara.
Framkvæmdir hófust í september 2022
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Skýringarmyndir

Hvað verður gert?

Aðalbygging skólans er í endurbyggingu. Eftir ítarlega greiningarvinnu hefur verið ákveðið að stórt og nútímalegt hús verði reist á skólalóðinni til að mæta fjölgun barna í hverfinu og umfangsmeiri starfsemi skólans. Tveggja til þriggja hæða nýbygging er í forhönnun. Um töluverða stækkun er að ræða en áætluð stærð nýrrar byggingar er um 3.100 m2.

Hvað mun þetta kosta?

Kostnaður er áætlaður 4.600 milljónir króna en þar af er kostnaður við endurgerð aðalbyggingar 1.200 milljónir króna.

Hvar er kennt á meðan?

Á meðan framkvæmdum stendur verður kennt í bráðabirgðahúsnæði á lóð skólans auk aðalbyggingar og Dunhaga álmu.

Hvernig gengur?

Haustið 2023

Allt skólastarf er komið á lóð Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur. Skólabyrjun frestaðist um nokkra daga til að hægt væri að klára framkvæmdir við C-álmu færanlegra kennslustofa og standsetja efri tvær hæðir í aðalbyggingu. Einnig er kennt í Dunhaga álmu og íþróttahúsinu. 

Í annarri viku október er vonast til að hægt verði að taka í notkun stofur í kjallara aðalbyggingar sem ætlaðar eru fyrir verk- og listgreinar. Einnig má búast við að lengri verið komist í endanlegum frágangi á efri hæðunum tveimur.

Einnig er unnið að því að ljúka framkvæmdum í áföngum í A og B álmum færanlegra kennslueininga og að þær verði teknar í notkun um leið og hægt er. Um er að ræða hágæða einingar sem standast ströngustu öryggiskröfur, aðgengiskröfur og koma til móts við þarfir nútímaskólastarfs. Búist er við að öllum helstu framkvæmdum og frágangi við aðalbyggingu og annað húsnæði á lóðinni verði lokið um áramótin 2023-2024. 

Apríl 2023

Færanlegar kennslustofur

Fyrsti hluti færanlegra stofa er komin til landsins og er í undirbúningi til uppsetningar hjá söluaðila. Verið er að setja upp undirstöður á lóð skólans. Ljóst er að verkáætlun sem gefin var út fyrr í vetur mun því miður ekki standast vegna tafa sem orðið hafa á nokkrum stöðum í ferlinu.

Aðalbygging

Framkvæmdir eru á áætlun.

Febrúar 2023

Færanlegar kennslustofur

Jarðvinna mun hefjast í lok febrúar eða byrjun mars eftir því sem veður leyfir. Búist er við að fyrstu stofunum verði komið fyrir á lóðinni í lok mars eða byrjun apríl. Unnið verður að uppsetningu í þremur áföngum, hverjum á eftir öðrum. 

Aðalbygging

Framkvæmdir eru á áætlun. Von er á að nýir gluggar berist til landsins í næsta mánuði og vel hefur einnig gengið með önnur aðföng.

Forsaga

Hagaskóli var reistur á árunum 1957-62 og er þörf er á viðhaldi og endurbótum á húsnæði skólans. Mygla greindist í skólanum og var í kjölfarið farið í greiningarvinnu á endurbótum og uppbyggingu. Gerðar voru þrjár tillögur um framtíðarskipulag skólans og greint á milli þeirra út frá kostnaði, gæðum og menntastefnu Reykjavíkurborgar.

Vantar þig meiri upplýsingar?

Áhersla er lögð á góða upplýsingamiðlun á framkvæmdatímanum.

  • Umhverfis- og skipulagssvið Borgartúni 12-14 105 Reykjavík s. 411 1111
  • Skóla- og frístundasvið Borgartúni 12-14 105 Reykjavík s. 411 1111

Hægt er að hafa samband í tölvupósti á netföngin usk@reykjavik.is og sfs@reykjavik.is ef einhverjar spurningar vakna.