Gufunesstígur (Hamraflatir að Gufunesvegi) - Stígagerð

Verkið felst í gerð um það bil 950 m langs göngustígs frá núverandi stíg sunnan við Gufunesgranda að Gufunesvegi.
Framkvæmdatími: Maí 2025 - Október 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Stígagerð
Verkið felst í gerð um það bil 950 m langs göngustígs frá núverandi malbikuðum stíg sunnan við Gufunesgranda að Gufunesvegi. Núverandi lega malarslóða lagfærð og aðlöguð með fyllingum og nýr stígur malbikaður. 


Veitulagnir
Götulýsing: Verkið felur í sér að leggja ídráttarrör og jarðstrengi fyrir stíglýsingu ásamt þvi að reisa ljósastólpa.

Hvernig gengur?

September 2025

Verkið er á lokametrunum. Allri jarðvinnu er lokið. Búið er að fjarlægja allt grót sem á að fjarlægja.

Næst á dagskrá hjá verktaka er að hefla stíginn og í framhaldi af því verður malbikað. Eftir það hefst lokafrágangur.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki að mestu í byrjun október. Lokaúttekt fer svo líklegast fram um miðjan október.

Ágúst 2025

Verkið er langt komið. Verktaki hefur að mestu lokið jarðvinnu. Búið er að setja niður ljósastólpa. Flutningi á grjóti er lokið.

Júní 2025

Áframhald á flutningi á grjótlager í bryggjuhverfi.

Fyllingum undir stíg að mestu lokið.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Verktaki

D.Ing-Verk ehf.

Eftirlit framkvæmda

COWI Ísland ehf.
Ævar Valgeirsson
Síðast uppfært 23.09.2025