Gufunesstígur (Hamraflatir að Gufunesvegi) - Stígagerð
Hvað verður gert?
Stígagerð
Verkið felst í gerð um það bil 950 m langs göngustígs frá núverandi malbikuðum stíg sunnan við Gufunesgranda að Gufunesvegi. Núverandi lega malarslóða lagfærð og aðlöguð með fyllingum og nýr stígur malbikaður.
Veitulagnir
Götulýsing: Verkið felur í sér að leggja ídráttarrör og jarðstrengi fyrir stíglýsingu ásamt þvi að reisa ljósastólpa.
Hvernig gengur?
September 2025
Verkið er á lokametrunum. Allri jarðvinnu er lokið. Búið er að fjarlægja allt grót sem á að fjarlægja.
Næst á dagskrá hjá verktaka er að hefla stíginn og í framhaldi af því verður malbikað. Eftir það hefst lokafrágangur.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki að mestu í byrjun október. Lokaúttekt fer svo líklegast fram um miðjan október.
Ágúst 2025
Verkið er langt komið. Verktaki hefur að mestu lokið jarðvinnu. Búið er að setja niður ljósastólpa. Flutningi á grjóti er lokið.
Júní 2025
Áframhald á flutningi á grjótlager í bryggjuhverfi.
Fyllingum undir stíg að mestu lokið.
Maí 2025
Tilflutningur á grjótlager hafinn ásamt flutningi í Bryggjuhverfi til notkunar á því svæði.
Byrjað á fyllingum undir stíg.
Apríl 2025
Verkið var sent út í verðfyrirspurn og var tilboði D.Ing-Verk ehf. um framkvæmdir tekið. Fljótlega eftir undirritun samninga og samþykkta umsókn um afnotaleyfi er stefnt á að hefja framkvæmdir.
Eftirlit framkvæmda er í höndum COWI Ísland ehf.