Borgartún gatnamót við Hallgerðargötu

Gerð gatnamóta Borgartúns við Hallgerðargötu ásamt gerð almenningsgarðs og gróðureyja við Borgartún.
September 2023 til maí 2024
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Verkið felst í gerð gatnamóta Borgartúns við Hallgerðargötu ásamt gerð almenningsgarðs og gróðureyja við Borgartún. Norðurhluti gatnamótanna er að mestu leiti kominn og felst þetta verk í gerð syðri hluta þeirra og tengingu milli norður- og suðurhluta.  
Um er að ræða færslu kantsteina og umferðareyja frá legu þeirra í dag sem og gerð nýrra göngu- og hjólaleiða um gatnamótin í formi hjólastígs, gangstéttar, niðurtekta og þverana. Þessu fylgir breytt lega niðurfalla og gatnalýsingar ásamt yfirborðsmálun og skiltum . 
Umferðarljósastólpar, strengir og brunnar eru komin í norðurhluta gatnamótanna en klára skal gatnamótin í þessum hluta verksins.  
Einnig er hluti af þessu verki nýjar gróðureyjar um öll gatnamótin, þær eru með öllu ófrágengnar í dag.  
Að lokum felst í verkinu gerð almenningsgarðs á þeirri lóð sem áður var Laugarnesvegur 51 en er í dag borgarland.  

Hvernig gengur?

Mars 2024

Verkið er í gangi og gengur ágætlega. Nokkrar tafir urðu á að hægt væri að hefja verk í upphafi og eins urðu tafir vegna vetraraðstæðna.  Framundan er vinna í Borgartúnsáfanga.  Gera má ráð fyrir að verk klárist seinni hluta maí mánaðar 2024.

Hver koma að verkinu?

Eftirlit framkvæmda

Verkfræðistofa Reykjavíkur

Eftirlitsaðili framkvæmda

Jökull Jónsson

Verktaki

Stjörnugarðar ehf

Verkstjóri verktaka

Þórir Þórisson

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Gunnar Atli Hafsteinsson
Síðast uppfært 21.03.2024