Borgartún gatnamót við Hallgerðargötu

Gerð gatnamóta Borgartúns við Hallgerðargötu ásamt gerð almenningsgarðs og gróðureyja við Borgartún.
September 2023 til maí 2024
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Verkið felst í gerð gatnamóta Borgartúns við Hallgerðargötu ásamt gerð almenningsgarðs og gróðureyja við Borgartún. Norðurhluti gatnamótanna er að mestu leiti kominn og felst þetta verk í gerð syðri hluta þeirra og tengingu milli norður- og suðurhluta.  
Um er að ræða færslu kantsteina og umferðareyja frá legu þeirra í dag sem og gerð nýrra göngu- og hjólaleiða um gatnamótin í formi hjólastígs, gangstéttar, niðurtekta og þverana. Þessu fylgir breytt lega niðurfalla og gatnalýsingar ásamt yfirborðsmálun og skiltum . 
Umferðarljósastólpar, strengir og brunnar eru komin í norðurhluta gatnamótanna en klára skal gatnamótin í þessum hluta verksins.  
Einnig er hluti af þessu verki nýjar gróðureyjar um öll gatnamótin, þær eru með öllu ófrágengnar í dag.  
Að lokum felst í verkinu gerð almenningsgarðs á þeirri lóð sem áður var Laugarnesvegur 51 en er í dag borgarland.  

Hvernig gengur?

Sept 2024

Verki er lokið.

Júlí 2024

Verkið er á lokametrunum og á að klárast í ágúst 2024. Nokkrar tafir urðu á að hægt væri að hefja verk í upphafi, eins vegna vetraraðstæðna og aukaverka sem komu upp á verktíma.  

Hver koma að verkinu?

Eftirlit framkvæmda

Verkfræðistofa Reykjavíkur

Eftirlitsaðili framkvæmda

Jökull Jónsson

Verktaki

Stjörnugarðar ehf

Verkstjóri verktaka

Þórir Þórisson

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Gunnar Atli Hafsteinsson
Síðast uppfært 27.09.2024