Ylströndin Nauthólsvík - Endurbætur á þjónustuhúsi

Framkvæmdin felur m.a. í sér að bæta aðstöðu og þjónustu við fólk með fjölbreytta færni. Gerður verður í þjónustuhúsinu nýr sérklefi með búnaði fyrir fólk með fötlun og plássi fyrir tvo einstaklinga.
Einnig verður gert við þak og lýsing bætt, bæði á þaki og á laugarsvæði.
Hurðarflekum verður skipt út fyrir rennihurðir.
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Nýr sérklefi

Hvað verður gert?

Helstu verkþættir í endurbótunum snúa að:

  • Nýr sérklefi með aðstöðu og búnaði fyrir fólk með fötlun. Klefinn verður með tveimur sturtum, salerni og vask.
  • Viðgerð á þaki. Fjarlægja þarf að hluta af torfi, hellum og einangrun.  Endurnýja þarf þakdúk, einangra aftur og ganga frá yfirborði.
  • Bætt veður aðgengi að þaki með nýju þrepi og handlista.
  • Lýsing á þaki og laugarsvæði endurbætt.
  • Hurðaflekar verða fjarlægðir og settar nýjar rennihurðir á sama hátt og við inngangshurðina sem þegar hefur verið endurnýjuð.  Ein rennihurðin verður með gönguhurð sem flóttaleið.
  • Timburklæðning á útitröppum verður endurnýjuð ásamt geymsluhurð sem á henni er.

Hvernig gengur?

Framkvæmdartími:

Frá því í apríl, en þá fer fram útboð og val á verktaka, áætlað er að framkvæmdum ljúki í október 2024

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborgar
Umhverfis- og skipulagssvið
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds

Framkvæmdartími er:

Eftirlitsmaður: Emilía Björg Atladóttir

Verktaki framkvæmda

E. Sigurðsson
Síðast uppfært 03.07.2024