No translated content text
Úlfarsárdalur - Stækkun hverfis - Umhverfisfrágangur
Hvað verður gert?
Verkið felst í megindráttum í heildarfrágangi ofanvatnsrása gerð gangstétta og útivistarstígs.
Ofanvatnsrásirnar, dekka um 545 m2, liggja meðfram Rökkvatjörn og Silfratjörn. Innifalið er afmörkun með kantsteini, endurnýjun á grasi og grágrýtishleðslum, gerð gróðurbeða og gróðursetning ásamt smíði og uppsetningu brúarhlemma. Einnig skal ganga frá gangstéttum með steypu, hellulögn og uppsetningu ljósastaura. Meðfram Skyggnisbraut skal steypa stétt meðfram núverandi hjólastíg.
Útivistarstígurinn tengir saman núverandi stíg við Leirtjörnina við bílastæði við Úlfarsfellsveg.
Göngubrúin er um 8 m löng og 3,7 m breið og liggur yfir útrás tjarnarinnar. Brúin er gerð úr stálbitum á steyptum undirstöðum. Klæðningin er úr timbri og handrið úr stáli. Í útrás tjarnarinnar skal hlaða grjóti.
Stígurinn er malarstígur, helstu verkþættir eru gröftur og fylling samkv. kennisniðum og malarslitlag. Við
frágang meðfram stíg skal endurnýta staðargróður.
Helstu magntölur eru:
- Útivistarstígur, lengd 410 m
- Gröftur fyrir stíg, brú, lóðagötur o.fl 3.100 m³
- Fylling í stíg, að brú, lóðagötur o.fl. 1.700 m³
- Undirfylling fyrir lóðagötur 1.500 m³
- Mulningur á stíg og lóðagötur 2.300 m²
- Malbik á lóðagötur o.fl. 1.000 m²
- Endurnýting staðargróðurs, frágangur með fram stíg 1.200 m²
- Grjóthleðsla í útrásarskurði 57 m²
- Brú yfir útrás tjarnar
- Lengd brúar 8,4 m
- Mót (sökkul og veggjamót) 43 m²
- Bendistál 750 kg
- Steypa 6,4 m³
- Stál 1.380 kg
- Brúargólf, klæðning úr lerki 32 m²
- Brúarhlemmar yfir ofanvatnsrásir (1,1 × 4 m) 3 stk
- Hellulögn og umferðarkantur 815 m²
- Steypt gangstétt 1.020 m²
- Fullbúin gróðurbeð 110 m²
- Yfirborðsfrágangur ofanvatnsrása 1.050m²
- Þökulögn 3.500 m²
- Kantsteinn 490 m
- Ljósastaurar 10 stk
- Svelgir 2 stk
Hvernig gengur?
Júní 2023
Upphafsfundur verður haldinn í júní. Framkvæmdir hefjast í kjölfar hans.