Inngarður við Brávalla- og Ljósvallagötu - Yfirborðsfrágangur
Hvað verður gert?
Verkið felst í yfirborðsfrágangi á stíg í inngarði milli Brávallagötu og Ljósvallagötu. Núverandi stígur verður hellulagður með 30x30 cm grárri hellulögn. Blágrænar ofanvatnslausnir verða notaðar til að afvatna svæðið. Annars vegar verður siturskurður með grassteinsyfirborði langsum eftir stíg og hins vegar regnbeð í lágpunkti með kúluristar-yfirfalli sem liggur í niðurgrafið grjótpúkk. Plöntur sem verða í regnbeði eru (smávægilegar breytingar á plöntum komu upp á verktíma þar sem ekki allar fyrirskrifaðar plöntur voru til hjá Ræktunsarstöð Reykjavíkurborgar):
- Sólber
- Brúska
- Hélurifs
- Myrtuvíðir
Hvernig gengur?
Nóvember 2025
Verkinu er lokið. Lokaúttekt á verkinu fór fram 13. nóvember 2025 þar sem verkkaupar ásamt hönnuðum, verktaka og eftirliti hittust á verkstað og tóku verkið út.
Október 2025
Jarðvinnu og hellulögn er lokið. Verkið er nokkurn veginn á áætlun og hafa framkvæmdir gengið vel.
Á næstunni mun verktaki gróðursetja plöntur í blágrænt regnbeð.
September 2025
Veitur og Reykjavíkurborg eru verkkaupar í verkinu. Samið hefur verið við Stéttafélagið um framkvæmdir. Eftirlit framkvæmda er í höndum Verkfræðistofu Reykjavíkur.
Framkvæmdir hófust í lok september. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í byrjun nóvember.