Heklureitur - Yfirborðsfrágangur 2025
Hvað verður gert?
Um er að ræða almennan yfirborðsfrágang við nýrra bygginga á Heklureit. Má þar nefna hellulögn, malbikun, niðursetningu kantsteins og ljósastólpa. Frágangur í Nóatúni verður til bráðabirgða en til stendur á næstu árum að endurnýja lagnir í Nóatúni og í leiðinni verður yfirborð götu endurnýjað. Sama gildir í Laugavegi en á næstu árum munu Betri Samgöngur hefja framkvæmdir Borgarlínu á þessum hluta Laugavegar og má því reikna með umtalsverðum framkvæmdum á þeirra vegum á svæðinu.
Hvernig gengur?
Desember 2025
Verktaki hefur hafið framkvæmdir. Verið er að vinna í frágangi í Brautarholti og efri hluta Nóatúns.