Álfabakki - Gatnagerð og lagnir

Framkvæmdin felur í sér framlengingu á Álfabakka með göngu- og hjólastíg til suðurs um það bil 350 metra. Meðfram núverandi Álfabakka frá Árskógum verður jarðvegsskipt og undirbyggt fyrir hjóla- og göngustíg. Stígurinn liggur svo áfram til suðurs og tengist núverandi stígakerfi í Kópavogi.
Áætluð verklok á vormánuðum 2024
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Það verða lagðar hitaveitulagnir og lagnir fyrir kalt vatn. Verkið felur í sér endurmótun núverandi miðlunartjarnar ofanvatns við Álfabakka þar sem auka skal rúmmál tjarnarinnar í 12 þúsund rúmmetra.

Á borgarlandi milli Íþróttafélags Reykjavíkur og lóða við Þverársel verður lagður um það bil 650 metra langur göngustígur.

Framkvæmdin verður á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar í samvinnu við Veitur og er hluti af verkefnum sem heyra undir uppbyggingu atvinnulóða í borginni.

Áætlaður verktími er 7 mánuði en tíðarfar getur haft áhrif á framgang verksins.

Endanlegur frágangur vegna framkvæmdarinnar fer fram á vormánuðum 2024.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi er Reykjavíkurborg

Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar er Kristinn Arnbjörnsson
Síðast uppfært 12.03.2024