Snorrabraut strætóbiðstöðvar

Bráðabirgðastaðsetning á biðstöðvum strætó við Snorrabraut 29 (til norðurs) og Snorrabraut 32 (til suðurs).

Maí-Júní 2024
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Hvað verður gert?

Framkvæmd við biðstöð á Snorrabraut í suðurátt gerir ráð fyrir að gangstétt verði breikkuð og
núverandi bílastæði fjarlægð. Gert er ráð fyrir að tveir vagnar geti rúmast samtímis við biðstöðina sem
verður einungis nýtt í styttri stopp og ekki sem tímastilling. Framkæmdin kallar á tilfærslu á ljósastaurum, staðsetningu á vatnsrennu og regnbeði með
tengingum í núverandi niðurföll. Gert er ráð fyrir að staðsett verði biðskýli 1m x 3.5m, tímatöflustaur og ruslastampi.

Framkvæmd við biðstöð á Snorrabraut í norðurátt gerir ráð fyrir að biðstöð verði staðsett framan við
Snorrabraut 29. Gert er ráð fyrir að tveir vagnar rúmist samtímis. Framkvæmdin kallar á breytingu á fyrirkomulagi gangstéttar og aðgengi inn að inngangi hússins. Gert er ráð fyrir að aðgengi verði á 1.5m breiðri gönguleið meðfram húsvegg að svalarinngangi og til að fyrirbyggja fallhættu er gert ráð fyrir handriði/handlista meðfram kantinum. Gangstétt að lágmarki 1.8m breið er lögð með jafnhalla meðfram götu. Framkvæmdin kallar á að
kantsteinslína hliðrast út í götuna um tæpa 0.5m og tilfærslu á ljósastaurum. Gert er ráð fyrir að núverandi hellur verði endurnýttar og nýjar hellur sett inn í jafnri dreifingu. Hæðasetning tekur mið af núverandi hæð malbiks í akstursfletinum.

Hvernig gengur?

Verk að klárast

Verk að klárast

Hver koma að verkinu?

Kristján Ingi Gunnlaugsson

Síðast uppfært 18.06.2024