Skógarvegur - Yfirborðsfrágangur 2024

Verkið felst í yfirborðsfrágangi við Skógarveg og má skipta framkvæmd í tvö svæði:

1. Malbikuð aðkomugata að lóð Skógarvegar 10 ásamt malbikuðum stíg.
2. Steypt stétt og innkeyrsla við götu ásamt þökulögn.
Framkvæmdatími: Júní 2024 - Ágúst 2024
Í undirbúningi
Í undirbúningi
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Verkið felst í yfirborðsfrágangi í nýju hverfi við Skógarveg í póstnúmeri 103 í Fossvogi. Framkvæmdasvæðin eru tvö:

Annars vegar malbikuð aðkomugata að lóð Skógarvegar 10 ásamt ásamt streyptri upphækkun og gönguþverun. Einnig kemur malbikaður stígur meðfram aðkomugötu sem tengir saman núverandi stígakerfi og liggur vestast í hverfinu. Gera þarf handrið meðfram rampa í bílakjallara við Skógarveg 12.

Hinsvegar á að steypa gangstétt við Skógarveg 4 ásamt því að steypa á upphækkaða innkeyrslu og gönguþverun. Steypa á kantstein meðfram götu og þökuleggja svæði milli nýrrar stéttar og lóðamarka.

Hvernig gengur?

Maí 2024

Samið var við Björn Magnússon hjá Kröflu ehf um að framkvæma verkið. Stefnt er á framkvæmdir í sumar.

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri USK

Gunnar Atli Hafsteinsson

Verktaki

Krafla ehf.

Eftirlit framkvæmda

Síðast uppfært 09.09.2024