Skógarvegur - Yfirborðsfrágangur 2024

Verkið felst í yfirborðsfrágangi við Skógarveg og má skipta framkvæmd í tvö svæði:

1. Malbikuð aðkomugata að lóð Skógarvegar 10 ásamt malbikuðum stíg.
2. Steypt stétt og innkeyrsla við götu ásamt þökulögn.
Framkvæmdatími: Júní 2024 - Febrúar 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Verkið felst í yfirborðsfrágangi í nýju hverfi við Skógarveg í póstnúmeri 103 í Fossvogi. Framkvæmdasvæðin eru tvö:

Annars vegar malbikuð aðkomugata að lóð Skógarvegar 10 ásamt ásamt streyptri upphækkun og gönguþverun. Einnig kemur malbikaður stígur meðfram aðkomugötu sem tengir saman núverandi stígakerfi og liggur vestast í hverfinu. Gera þarf handrið meðfram rampa í bílakjallara við Skógarveg 12.

Hinsvegar á að steypa gangstétt við Skógarveg 4 ásamt því að steypa á upphækkaða innkeyrslu og gönguþverun. Steypa á kantstein meðfram götu og þökuleggja svæði milli nýrrar stéttar og lóðamarka.

Hvernig gengur?

Febrúar 2025

Verkinu er lokið.

Byggingarverktaki var með aðstöðu í stíglegu og því voru tafir á malbikun stígs. Aðkomugatan að Skógarvegi 10 var lögð í upphafi verks.

Einnig var beðið með steypta stétt þar sem byggingarverktaki var að keyra þar um með þungar vinnuvélar. Þeirri vinnu er nú lokið.

Maí 2024

Samið var við Björn Magnússon hjá Kröflu ehf um að framkvæma verkið. Stefnt er á framkvæmdir í sumar.

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri USK

Gunnar Atli Hafsteinsson

Verktaki

Krafla ehf.

Eftirlit framkvæmda

Verkfræðistofa Reykjavíkur
Síðast uppfært 12.03.2025