Árborg - Endurgerð húsnæðis

Húsnæði leikskólans Árborgar gengst undir heildarendurnýjun. Verkefnið er hluti af viðhaldsátaki Reykjavíkurborgar.
2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Leikskólinn er byggður í tveimur áföngum, sá fyrri var reistur 1962 og viðbyggingu sem bætt var við 1997.

Verkið felst í endurgerð og endurbótum á eldra húsi og viðbyggingu. í eldra húsi er um að ræða endurnýjun þakvirkis, glugga og loftræstri utanhússklæðningu.   Á viðbyggingu einskorðast utanhúss endurbætur við  glugga-  

Báðir áfangar fá heildaruppfærslu að innan þar sem tekið er tilliti til nútímakrafna til leikskólahúsnæðis s.s. bætt kennslurými og ásamt uppfærði starfsmannaaðstöðu. Hljóð-og ljósvist verður stórbætt, varmaskiptakerfi verður í loftræsingu, Brunavarnir uppfærðar til nútímakrafna, Flest allar lagnir eru endurnýjaðar, allar í eldra húsi en að hluta í viðbyggingu. Við endurgerð leikskólans verður gerð krafa um notkun umhverfisvænna byggingarefna án þess þó að farið verður i formlega umhverfisvottun að þessu sinni.

Hvernig gengur?

Mars 2025

Gerður hefur verið samningur við verktakann K16. Undirbúningur framkvæmda er í fullum gangi og gert er ráð fyrr að framkvæmdir hefjist í mars.

Janúar 2025

Útboð 16072 var opnað í endurgerð Árborgar 15. janúar.

Sex verktakar buðu í verkið og verið er fara yfir útboðsgögn og tilboð verktaka. Niðurstöður og samningur ætti að liggja fyrir í febrúar.

Til að nýta tímann fram að uppbyggingu og minnka áhættu á fyrirséðum verkum var ákveðið að bæta enn frekar í að hreinsa bygginguna að innan svo hægt væri að gera sér enn betur grein fyrir ástandi húsins. Hreinsun lauk um miðjan janúar.

Niðurstaða útboðs:

https://reykjavik.is/sites/default/files/2025-01/16072-arborg-endurgerd-husnaedis.pdf

Október 2024

Útboð verður auglýst í nóvember.

Reiknað er með opnun útboðs í Janúar 2025.

Ófyrirséðar tafir urðu á undirbúningi, m.a. vegna hugmynda sem komu upp á hönnunartíma um hugsanlega stækkun leikskólans.

 

Hver koma að verkinu?

Reykjavíkurborg

Verkkaupi - Skrifstofa framkvæmda og viðhalds fyrir hönd Eignaskrifstofu og Skóla-og frístundasviðs

VSÓ ráðgjöf

Verkstýring undirbúningsvinnu, loftræstihönnun og Svansvottunarráðgjöf

K16

Verktaki

GLÁMA-KÍM

Aðalhönnun
Síðast uppfært 07.03.2025