Stígur meðfram hitaveitustokki frá Réttarholtsvegi að Sogavegi

Í megindráttum felst verkið í gerð nýrra stíga meðfram hitaveitustokki frá Réttarholtsvegi að Sogavegi
og breikkun núverandi stígs meðfram Sogavegi frá Bústaðavegi að hitaveitustokki. Einnig eru
gönguþveranir breikkaður og endurnýjaðar yfir Réttarholtsvegi og Tunguveg og ný gönguþverun gerð
yfir Álmgerði.
Framkvæmdatími: 25. júlí 2023 - 31. október 2023
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Yfirlitsmynd

Hvað verður gert?

Leggja skal nýjan 3m breiðan stíg sunnan við hitaveitustokki milli Réttarholtsvegar og Sogavegar. Bakrás hitaveitu liggur að hluta til í stígstæðinu. Lengd stígsins er um 640m og verður hann malbikaður. Milli Réttarholtsvegar og Tunguvegar er stígurinn í um 1,5m fjarlægð frá stokknum. Núverandi stígalýsing verður tekin niður og ný sett upp milli hitaveitustokks og stígs. Gera skal nýjan áningarstað austan við Réttarholtsskóla og tengingar milli stígs og hitaveitustokks verða hellulagðar. Milli Tunguvegar og Sogavegar er stígurinn aðliggjandi hitaveitustokknum og verður stígurinn snjóbræddur á þessum kafla. Við Sogaveg verður núverandi áningarstaður fjarlægður og endurgerður á nýjum stað. Við gönguþverun yfir Sogaveg við enda stígsins verður hluti steyptrar gangstéttar endurnýjaður.

Á Tunguvegi við hitaveitustokkinn verður núverandi hellulögð upphækkun framlengd og steypt gangstétt að hluta endurgerð.

Við Réttarholtsveg er núverandi hellulögð upphækkuð gönguþverun við Hæðargarð endurnýjuð og breikkuð. Núverandi gatnalýsing verður tekin niður og ný sett upp. Tenging milli gönguþverunar og gangstéttar verður breikkuð og hellulögð.

Innkeyrslu við Réttarholtsveg 27-43 verður hliðrað til suðurs og malbik endurnýjað. Nýr kantsteinn verður lagður og gönguleiðir aðlagaðar að breyttri innkeyrslu.

Meðfram Sogavegi milli Bústaðavegs og hitaveitustokks skal fjarlægja steypt yfirborð núverandi stígs og hann breikkaður um 1m. Stígurinn sem er um 160m langur verður malbikaður og við Austurgerði skal helluleggja niðurtektir.

Við Álmgerði til móts við Grensásdeild Landsspítalans skal gera nýja gönguþverun með tilheyrandi gatnalýsingu og merkjum.

Setja þarf niður ný niðurföll við Álmgerði, Réttarholtsveg og á snjóbræddan göngustíg. Við Réttarholtsskóla skal færa tengiskáp um 35m til vesturs

Móta skal yfirborð að nýjum stígum og ganga frá yfirborði með grasþökum.

Helstu magntölur eru:

 • Upprif - malbik, hellur og steypt yfirborð 870 m²
 • Gröftur 2.500 m³
 • Burðarhæf fylling 1.800 m³
 • Mulningur 2.700 m²
 • Malbik - Stígar 2.460 m²
 • Malbik – Innkeyrsla 170 m²
 • Hellulögn 290 m²
 • Steypt stétt 100 m²
 • Grasþökur 2.500 m²
 • Áningarstaðir 2 stk.
 • Niðurföll 4 stk.
 • Lagnir að niðurföllum 30 m
 • Ljósastaurar 20 stk.
 • Götuljósastrengir 500 m
 • Rafstrengir 130 m
 • Snjóbræðsluslöngur 2.800 m
 • Snjóbræðslupípur 150 m
 • Lagnastokkar 3 stk.
 • Umferðarmerki 12 stk.

Hvernig gengur?

Júlí 2023

Verk er hafið og gengur vel.

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri USK

Gunnar Atli Hafsteinsson

Verktaki

Gleipnir verktakar

Yfirstjórn verktaka

Heimir Heimisson

Eftirlit framkvæmda

Verkfræðistofa Reykjavíkur

Eftirlitsaðili framkvæmda

Stefán Ingi Björnsson hjá VSR