Hálsaskógur/Kot - Endurgerð lóðar 2025, heildaráfangi.
Verkið snýr að hönnun lóðar vegna endurgerðar á lóð leikskólans Hálsaskógar/Kots að Hálsaseli 29, 109 Reykjavík. Öll lóðin um 1900 m² verður endurgerð ásamt því að drenað verður í kringum byggingu Hásaskógar-Kots. Um er að ræða lagfæringu/styrkingu á viðkomandi svæði með aðgengi fyrir öll, nýjum leiktækjum, nýjum yfirborðsefnum og að svæði fyrir hugmyndaleiki barna verði bætt.
Framkvæmdatími: ágúst 2025 - nóvember 2025
Hvað verður gert?
Öll lóðin um 1900 m² verður endurgerð ásamt því að drenað verður í kringum byggingu Hásaskógar-Kots. Um er að ræða lagfæringu/styrkingu á viðkomandi svæði með aðgengi fyrir öll, nýjum leiktækjum, nýjum yfirborðsefnum og að svæði fyrir hugmyndaleiki barna verði bætt.
Hvernig gengur?
Ágúst 2025
Aðstöðu verktaka komið upp austan við lóð. Trjáfellingar, upprif á fyrstu svæðum, eldri leiktæki fjarlægð, grafið fyrir dreni í kringum byggingu.
Hver koma að verkinu?
Síðast uppfært 19.08.2025