Laugasól - Endurgerð húsnæðis

Framkvæmdin felur í sér endurgerð og stækkun á leikskólanum Laugasól.
Vor 2024 til haust 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Laugasól

Hvað verður gert?

Verkið felst í endurbótum og fullnaðarfrágangi á leikskólanum Laugasól að Leirulæk 6 í Reykjavík. Byggingin var byggð árið 1965 og er hér um endurbætur og breytingar húsnæðisins að ræða, ásamt lóðaframkvæmdum á hluta lóðar. Byggingin er á tveimur hæðum og heildarstærð húsnæðis um 1.160 m2.
 

Helstu verkþættir eru:

  • Gagngerar endurbætur og breytingar á niðurgröfnum kjallara í jarðhæð sunnan megin lóðar.
  • Breytingar og endurbætur efri hæðar.
  • Endurnýjun raf-, loftræsti- og lagnakerfa í öllu húsnæðinu.
  • Lóðaframkvæmdir og fullnaðarfrágangur lóðar í tengslum við breytingar.

Hvernig gengur?

Haust 2024

Niðurrif og hreinsun að innan hófst í maí 2024. Gluggar fjarlægðir. Grafið frá húsi til að koma fyrir nýjum dren- og fráveitulögnum. Í ljós kom að engir sökklar eru undir húsinu og ekki hægt að koma fyrir hefðbundnum drenlögnum meðfram því. Verk var stöðvað. 

Fengin var verkfræðistofa til að gera úttekt á undirstöðum hússins og fyllingu undir því.

Verulegur ágalli er talinn á undirstöðum og ekki raunhæft að halda verki áfram án frekari skoðunar.

 

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds

Byggingarstjórn og eftirlit

Verkís hf.

Verktaki

Fortis ehf.
Síðast uppfært 18.11.2024