Spurt og svarað um Reykjavíkurborg

Hvað viltu vita?

Hér finnur þú algengar spurningar og svör um þjónustu borgarinnar. Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að getur þú haft samband við okkur með því að smella á spjallgluggann í horninu.

""

Leikskóli

Hér finnur þú algengar spurningar og svör um leikskóla.

""

Grunnskóli

Hér finnur þú algengar spurningar og svör um grunnskóla.

""

Frístundaheimili

Hér finnur þú algengar spurningar og svör um frístundaheimili.

Snjómokstur

Hvenær verður gatan mín rudd?

Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur eru í forgangi í snjómokstri. Íbúagötur eru hreinsaðar ef þær eru þungfærar einkabílum, mikil hálka, eða snjódýpt er meiri en 15 cm. Út af þessari reglu hefur þó verið brugðið. Snjóhreinsun takmarkast við að gera götur akfærar. Líklegt er að við innkeyrslur myndist snjóruðningar sem borgin hreinsar ekki.

Hvar get ég nálgast salt eða sand yfir vetrartímann?

Hægt er að nálgast salt og sand á hverfastöðvum Reykjavíkurborgar.

Rafrænar umsóknir

Hvar finn ég rafrænar umsóknir?

Allar umsóknir eru á Mínum síðum, bæði rafrænar og þær sem eru enn á eyðublöðum. Umsóknir á eyðublöðum má annað hvort fylla út og senda með tölvupósti eða prenta út og skila í þjónustuver / á þjónustumiðstöð. 

Atvinna hjá Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg er bæði stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins. Hjá okkur starfa um 11.000 einstaklingar á yfir 450 starfsstöðum sem eru eins ólíkir og þeir eru margir. Öll laus störf eru auglýst á vef borgarinnar.

Hópur fólks að taka á móti nýjum starfsmanni.

Bílastæði

Hvað eru stöðvunarbrotagjöld?

Stöðvunarbrotagjöld (oft kallað stöðumælasekt) eru tvenns konar:

  1. Aukastöðugjöld - þegar ekki hefur verið greitt fyrir afnot gjaldskylds bílastæðis eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma.
  2. Stöðubrotagjöld - þegar ökutæki er lagt ólöglega.

Hvernig borga ég stöðvunarbrotagjald?

Þú getur greitt stöðvunarbrotagjald (oft kallað stöðumælasekt) með því að:

  • Greiða á vefnum
  • Velja ógreidda reikninga í heimabanka og greiða á sama hátt og aðra reikninga
  • Mæta í bankann og borga þar

Get ég borgað stöðvunarbrotagjald með millifærslu?

Það er ekki hægt að greiða stöðvunarbrotagjald (oft kallað stöðumælasekt) með millifærslu. 

Hvernig borga ég stöðvunarbrotagjald í heimabankanum ef gjaldið er ekki á minni kennitölu??

1. Opnaðu formið „Greiðsluseðlar“ í heimabankanum þínum. Vertu með miðann með gjaldinu (stöðumælasektina) við hendina.

2. Sláðu inn kröfulínuna eins og hún er á miðanum. Kröfulínan er neðst á miðanum og er sett upp svona:

  • Kennitala bílastæðasjóðs
  • Númer gjaldsins
  • Flokkur 03, banki 513, höfuðbók 66
  • Gjalddagi (passið að setja inn gjalddagann sem er á miðanum, ekki neina aðra dagsetningu)
  • Kennitala eiganda ökutækisins.

Þegar greitt er í heimabanka er best að nota vafra, ekki app. 

Er hægt að andmæla stöðvunarbrotagjaldi?

Já. Þú getur óskað eftir endurupptöku með því að senda inn beiðni innan 28 daga frá dagsetningu gjaldsins. Almennur afgreiðslutími er 2-4 vikur.

Hverjir eiga rétt á íbúakorti?

Þú getur sótt um íbúakort ef:

  • þú átt lögheimili á gjaldskyldu svæði í Reykjavík eða á skilgreindu íbúakortasvæði,
  • það er ekki bílastæði á lóðinni þinni,
  • þú ert skráður eigandi eða umráðamaður bifreiðar í Ökutækjaskrá,
  • skuld við Bílastæðasjóð er ekki komin í milliinnheimtu.

Leigjendur þurfa að framvísa samþykki eiganda íbúðar þegar sótt er um íbúakort.

Hægt er að sækja um íbúakort og  ná í form fyrir samþykki eiganda á vef Bílastæðasjóðs.

Hvað kostar að leggja í bílastæði í Reykjavík?

Í Reykjavík eru fjögur mismunandi gjaldsvæði og verðlagning mishá. Svæðin eru P1, P2, P3 og P4. Nánari upplýsingar um gjöld hverju sinni eru á vef Bílastæðasjóðs. 

 

Hvað eru mörg bílahús í Reykjavík?

Reykjavíkurborg rekur 7 bílahús: Stjörnuport, Vitatorg, Kolaport, Vesturgata, Ráðhúsið, Traðarkot og Bergstaðir. Verðið er mismunandi á milli bílahúsa. Nánari upplýsingar um gjaldskrá, opnunartíma, fjölda stæða, laus stæði og nánari staðsetningu má finna á vef Bílastæðasjóðs.

Fasteignagjöld

Hvar sé ég álagningu fasteignagjalda?

Eigendur geta nálgast álagningarseðla á Mínum síðum eða á Ísland.is. Álagningar- og breytingarseðlar eru ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 og tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt.

Hvar finn ég greiðsluseðla vegna fasteignagjalda?

Fasteignagjöld eru innheimt í netbönkum. Þú getur séð greiðsluseðla vegna fasteignagjalda í þínum netbanka undir rafræn skjöl/netyfirlit.

Greiðsluseðlarnir eru almennt ekki sendir í bréfpósti nema beðið sé um það sérstaklega. Þú getur einnig óskað eftir því að fá greiðsluseðil sendan rafrænt.

Hvernig virkar afsláttur af fasteignagjöldum?

Reykjavíkurborg er heimilt að lækka eða fella niður fasteignagjöld hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum. Ekki þarf að sækja sérstaklega um þennan afslátt. Hann kemur sjálfkrafa inn eftir yfirferð á skattframtölum elli- og örorkulífeyrisþega.

Hvar finn ég nánari upplýsingar um fasteignagjöld?

Sundlaugar

Hvað kostar að fara í sund í Reykjavík?

Börn (0–16* ára) – Frítt
Börn (16*–17 ára) – 195 kr.
Fullorðnir (18 ára og eldri) – 1.210 kr.
Eldri borgarar (67 ára og eldri) – Frítt

*Miðað er við 1. ágúst afmælisárið.

Mega börn fara ein í sund?

10 ára gömul börn mega fara án fylgdarmanns í sund. Aldurstakmarkið er miðað við 1. júní árið sem barnið verður 10 ára. 

Börn sem eru yngri en 10 ára mega ekki fara í sund nema í fylgd með syndum einstaklingi sem er 15 ára eða eldri. 

Er aðstaða fyrir fatlaða í sundlaugum borgarinnar?

Já, þú finnur upplýsingar um aðgengi í sundlaugum borgarinnar á vefnum. Smelltu á þá laug sem þú vilt vita meira um til að sjá hvernig aðstaðan er. 

Hvenær eru sundlaugarnar opnar?

Sundlaugar borgarinnar eru opnar alla daga vikunnar. Almennir afgreiðslutímar sundlauga eiga við flesta daga ársins.

 

Á jólum, páskum og öðrum almennum frídögum eru afgreiðslutímar aðrir og breytilegir eftir sundlaugum.

Spurt og svarað um sorphirðu

Brenna einhverjar spurningar á þér varðandi sorphirðu, flokkun eða endurvinnslu?

Þjónusta við eldra fólk

Hvernig sæki ég um akstursþjónustu?

Hægt er að sækja um akstursþjónustu með því að fylla út rafræna umsókn eða með því að skila útfylltri og útprentaðri umsókn í miðstöðvum borgarinnar.

Hvernig sæki ég um heimsendan mat?

Hægt er að sækja um heimsendan mat með því að fylla út rafræna umsókn eða með því að skila útfylltri og útprentaðri umsókn í miðstöðvum borgarinnar.

Hvar get ég nálgast teikningar af húsinu mínu?

Alla aðaluppdrætti af húsum er hægt að nálgast á teikningavef Reykjavíkurborgar. Séruppdrætti sem ekki eru komnir á teikningavef er hægt að skoða í þjónustuveri Höfðatorgi. Teikningaafgreiðsla er opin alla virka daga frá kl. 8:30–15:00. 

Starfsvottorð

Hvar get ég nálgast upplýsingar um starfsferil minn hjá Reykjavíkurborg?

  • Þú skráir þig inn á þjónustuvef til að senda beðni um starfsvottorð. 
  • Nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil til auðkenningar. 
  • Miða skal upplýsingarnar við síðasta vinnustað hjá Reykjavíkurborg. 
  • Vottorðið verður sent í tölvupósti. Vinsamlegast gefið upp á þjónustuvefnum gilt tölvupóstfang og farsímanúmer (ef þörf verður á að hafa samband við viðtakanda). 
  • Erindið verður afgreitt innan tveggja vikna frá móttökudegi. Vinsamlegast takið skýrt fram ef erindið varðar starfsvottorð fyrir Vinnumálastofnun.
Athugið að afgreiðslutími starfsvottorða getur verið mjög misjafn, allt eftir hversu langt aftur í tímann þarf að leita upplýsinga.

Hvað er starfsvottorð?

Starfsvottorð er staðfesting fyrri vinnuveitanda á þeim starfstíma og starfsheiti sem starfsmaður sinnti. Þau eru meðal annars notuð til að staðfesta reynslu og starfsaldur einstaklinga.

Starfsvottorð frá öðrum vinnuveitendum geta því haft áhrif á álag á laun starfsmanns til hækkunar og veikindarétt (vinna hjá sveitafélögum eða ríki).