Úlfarsárdalur - Hverfi 1 - Yfirborðsfrágangur

Verkið felst í því að jafna undir gangstéttar, reisa ljósastólpa, steypa kantsteina, steypa gangstéttar, leggja snjóbræðslu, leggja hellur og þökuleggja í Úlfarsárdal.
Verkið hefst í júní 2023 og verklok eru 15. október 2023
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Yfirlitsmynd

Hvað verður gert?

Verkið felst m.a. í því að jafna undir gangstéttar, reisa ljósastólpa, steypa kantsteina, steypa gangstéttar, leggja snjóbræðslu, leggja hellur og þökuleggja.

Helstu magntölur eru:

  • Gröftur 30 m3
  • Fylling 60 m3
  • Afrétting 1.000 m2
  • Snjóbræðsla 250 m2
  • Kantsteinn 360 m
  • Steypt stétt 890 m2
  • Hellulögn 250 m2
  • Þökulögn 70 m2
  • Reisa ljósastólpa 4 stk

Hvernig gengur?

Júlí 2023

Upphafsfundur með verktaka, eftirliti og verkkaupa var haldinn 13. júlí 2023. Verktaki hyggst hefja framkvæmdir eftir verslunarmannahelgi.

Júní 2023

Upphafsfundur í verki verður vonandi haldinn í júní og framkvæmdir hefjast fljótlega eftir það samtímis umsókn um afnotaleyfi.

Hver koma að verkinu?

Verktaki

Stéttafélagið ehf

Eftirlit framkvæmda

Kristján Ingi Gunnlaugsson hjá VSÓ Ráðgjöf

Eftirlit

Valdimar Ingi Jónsson

Verkefnisstjóri USK

Ásgeir Marinó Rudolfsson

Verkefnisstjóri verktaka

Arnar Bragi Ómarsson

Yfirverkstjórn

Hlynur Hermannsson

Verkstjóri verktaka

Elvar Hermannsson