Úlfarsárdalur - Hverfi 1 - Yfirborðsfrágangur 2023
Yfirlitsmynd
Hvað verður gert?
Verkið felst m.a. í því að jafna undir gangstéttar, reisa ljósastólpa, steypa kantsteina, steypa gangstéttar, leggja snjóbræðslu, leggja hellur og þökuleggja.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur 30 m3
- Fylling 60 m3
- Afrétting 1.000 m2
- Snjóbræðsla 250 m2
- Kantsteinn 360 m
- Steypt stétt 890 m2
- Hellulögn 250 m2
- Þökulögn 70 m2
- Reisa ljósastólpa 4 stk
Hvernig gengur?
Ágúst 2024
Framkvæmdir eru á lokametrunum. Það sem á eftir að framkvæma er:
- Steypa stétt framan við Lofnarbrunn 30. Íbúar þar ætla að leggja snjóbræðslu í stéttina.
- Steypa stuttan bút af stétt við Urðarbrunn 23. Færa þurfti rafmagnsskáp þar.
Janúar 2024
Ekki náðist að klára steypun á tveimur stéttum fyrir jól, þ.e. stétt framan við Lofnarbrunn 30 og minniháttar endi af steyptri stétt við Urðarbrunn 23. Að öðru leiti er verki lokið auk aukaverka. Stefnt er á að ljúka verki þegar nær líður vori.
Október 2023
Það er verið að klára svæði sem áttu að verða snjóbrædd og hellulögð og síðan verður farið í steyptu stéttarnar. Nánari upplýsingar um tímasetningar koma bráðlega.
Júlí 2023
Upphafsfundur með verktaka, eftirliti og verkkaupa var haldinn 13. júlí 2023. Verktaki hyggst hefja framkvæmdir eftir verslunarmannahelgi.
Júní 2023
Upphafsfundur í verki verður vonandi haldinn í júní og framkvæmdir hefjast fljótlega eftir það samtímis umsókn um afnotaleyfi.