Úlfarsárdalur - Hverfi 1 - Yfirborðsfrágangur

Verkið felst í því að jafna undir gangstéttar, reisa ljósastólpa, steypa kantsteina, steypa gangstéttar, leggja snjóbræðslu, leggja hellur og þökuleggja í Úlfarsárdal.
Verkið hefst í júní 2023 og verklok eru áætluð í lok nóvember 2023
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Yfirlitsmynd

Hvað verður gert?

Verkið felst m.a. í því að jafna undir gangstéttar, reisa ljósastólpa, steypa kantsteina, steypa gangstéttar, leggja snjóbræðslu, leggja hellur og þökuleggja.

Helstu magntölur eru:

  • Gröftur 30 m3
  • Fylling 60 m3
  • Afrétting 1.000 m2
  • Snjóbræðsla 250 m2
  • Kantsteinn 360 m
  • Steypt stétt 890 m2
  • Hellulögn 250 m2
  • Þökulögn 70 m2
  • Reisa ljósastólpa 4 stk

Hvernig gengur?

Janúar 2024

Ekki náðist að klára steypun á tveimur stéttum fyrir jól, þ.e. stétt framan við Lofnarbrunn 30 og minniháttar endi af steyptri stétt við Urðarbrunn 23. Að öðru leiti er verki lokið auk aukaverka. Stefnt er á að ljúka verki þegar nær líður vori.

Október 2023

Það er verið að klára svæði sem áttu að verða snjóbrædd og hellulögð og síðan verður farið í steyptu stéttarnar.  Nánari upplýsingar um tímasetningar koma bráðlega. 

Júlí 2023

Upphafsfundur með verktaka, eftirliti og verkkaupa var haldinn 13. júlí 2023. Verktaki hyggst hefja framkvæmdir eftir verslunarmannahelgi.

Hver koma að verkinu?

Verktaki

Stéttafélagið ehf

Eftirlit framkvæmda

Kristján Ingi Gunnlaugsson hjá VSÓ Ráðgjöf

Eftirlit

Valdimar Ingi Jónsson

Verkefnisstjóri USK

Ásgeir Marinó Rudolfsson

Verkefnisstjóri verktaka

Arnar Bragi Ómarsson

Yfirverkstjórn

Hlynur Hermannsson

Verkstjóri verktaka

Elvar Hermannsson
Síðast uppfært 12.03.2024