Grandaborg - endurgerð

Húsnæði leikskólans Grandaborgar gengst undir heildarendurnýjun. Verkefnið er hluti af viðhaldsátaki Reykjavíkurborgar.
Vor 2023-Haust 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Aðaluppdrættir og lokamyndir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhús ásamt endurgerð innanhús.

Frágangur að innan felst í endurskipulagningu á grunnplani, uppsetningu inniveggja, hurða, loftklæðningar, innréttinga og loftræsingu ásamt öðrum húskerfum.

Reykjavíkurborg hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum fyrir endurbætur bygginga.

Hvernig gengur?

Desember 2025

Búið er að bregðast við öllum athugsemdum sem komu fram við Loka-og öryggisúttekt. 

Nóvember 2025

Unnið er að undirbúningi loka-og öryggisúttektar Byggingarfulltrúa og slökkviliðs sem verður eftir nokkrar vikur.

samhliða því eru skilað inn lokagögnum vegna Svansvottunar- þar á meðal eru loftgæðamælingar, stillingar loftræsikerfis hita og lýsingar  ásamt staðfesting á góðri hljóðvist.

Að þessi loknu tekur leikskólasvið við húsinu og gengur frá húsgögnum og kennslubúnaði. 

Október 2025

Unnið er að frágangi innan- og utanhúss. Málningarvinnu innanhúss lýkur í byrjun október. Þá hefst uppsetning ljósa og innréttinga, til að mynda framreiðslueldhúss og fatahólfa. Einnig er fram undan uppsetning hurða, að fullklára kerfisloft, uppsetning hreinlætistækja og skilrúma á salerni. Þá stendur yfir lóðafrágangur við gafl vestan megin á lóðinni. Helsta töfin felst í afhendingu innréttinga fyrir deildir leikskólans en fyrirhugað er að uppsetningu þeirra ljúki í lok nóvember eða byrjun desember.

Þegar uppsetningu innréttinga á deildum lýkur þarf að keyra öll kerfi eins og loftræsingu og hita í ákveðinn tíma og mæla loftgæði að því loknu. Því næst fer fram öryggisúttekt byggingafulltrúa og í framhaldinu úttekt Heilbrigðiseftirlitsins. Að öllum úttektum loknum fær skóla- og frístundasvið leikskólann afhentan og undirbýr hann fyrir leikskólastarf.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Byggingarstjórn og eftirlit

Verkís hf.

Smíðaverktaki og umsjá vinnusvæðis

E.Sigurðsson ehf.

Rafverktaki

Rafbogi ehf.

Loftræsiverktaki

Blikksmiðurinn hf.

Pípulagnaverktaki

Rörtöngin ehf.
Síðast uppfært 23.12.2025