Grandaborg - endurgerð
Aðaluppdrættir og lokamyndir
Hvað verður gert?
Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhús ásamt endurgerð innanhús.
Frágangur að innan felst í endurskipulagningu á grunnplani, uppsetningu inniveggja, hurða, loftklæðningar, innréttinga og loftræsingu ásamt öðrum húskerfum.
Reykjavíkurborg hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum fyrir endurbætur bygginga.
Hvernig gengur?
Desember 2025
Búið er að bregðast við öllum athugsemdum sem komu fram við Loka-og öryggisúttekt.
Nóvember 2025
Unnið er að undirbúningi loka-og öryggisúttektar Byggingarfulltrúa og slökkviliðs sem verður eftir nokkrar vikur.
samhliða því eru skilað inn lokagögnum vegna Svansvottunar- þar á meðal eru loftgæðamælingar, stillingar loftræsikerfis hita og lýsingar ásamt staðfesting á góðri hljóðvist.
Að þessi loknu tekur leikskólasvið við húsinu og gengur frá húsgögnum og kennslubúnaði.
Október 2025
Unnið er að frágangi innan- og utanhúss. Málningarvinnu innanhúss lýkur í byrjun október. Þá hefst uppsetning ljósa og innréttinga, til að mynda framreiðslueldhúss og fatahólfa. Einnig er fram undan uppsetning hurða, að fullklára kerfisloft, uppsetning hreinlætistækja og skilrúma á salerni. Þá stendur yfir lóðafrágangur við gafl vestan megin á lóðinni. Helsta töfin felst í afhendingu innréttinga fyrir deildir leikskólans en fyrirhugað er að uppsetningu þeirra ljúki í lok nóvember eða byrjun desember.
Þegar uppsetningu innréttinga á deildum lýkur þarf að keyra öll kerfi eins og loftræsingu og hita í ákveðinn tíma og mæla loftgæði að því loknu. Því næst fer fram öryggisúttekt byggingafulltrúa og í framhaldinu úttekt Heilbrigðiseftirlitsins. Að öllum úttektum loknum fær skóla- og frístundasvið leikskólann afhentan og undirbýr hann fyrir leikskólastarf.
Ágúst 2025
Lagnir:
Verktaki hefur þrýstiprófað snjóbræðslulagnir á lóð fyrir framan inngang. Unnið er að uppsetningu á grind fyrir snjóbræðslu fyrir lóð austan megin.
Rafkerfi:
Verktaki er að vinna í lokafrágangi rafmagns í eldri byggingu. Verktaki er að vinna í aðgangsstýringarkerfi í viðbyggingu.
Frágangur innanhúss:
Verktaki er í uppsetningu kerfislofts og von á málara í lokaumferð fljótlega.
Loftræsing:
Þakstokkar eru komnir á þak og vinna við tengingar stendur yfir.
Lóðarfrágangur:
Verktaki er að hefja vinnu við lóðafrágang vestan megin við bygginguna.
Júlí 2025
Lagnir:
Verktaki hefur sett upp hitagrind og komið á bráðabirgðahita. En kerfið hefur ekki virkað eins og
hannað (lokað kerfi). Verktaki hefur þrýstiprófað snjóbræðslulagnir á lóð.
Rafkerfi:
Verktaki hefur lokið lögnum í eldri byggingu fyrir utan ljós og lokafrágang. Verktaki er að vinna í
aðgangsstýringarkerfi í viðbyggingu.
Frágangur innanhúss:
Verktaki er búinn að setja upp hurðapumpur, klemmuvarnir og hefur dúkalagt allt efni sem komið er á
verkstað.
Verktaki er í uppsetningu kerfislofts og von á málara í lokaumferð fljótlega.
Loftræsing:
Verktaki er langt kominn með loftræsingu og bíður eftir uppsetningu kerfislofta.
Frágangur utanhúss:
Verktaki hefur verið að smíða flasningar og klæðningar væntanlegar.
Lóðarfrágangur:
Verktaki er að helluleggja stétt fyrir framan inngang.
Mars - maí 2025
Í mars sagði aðalverktaki sig frá framkvæmdinni. Í kjölfarið af því var farið í uppgjör og stöðuúttektir með verktaka, eftirliti og verkkaupa. Gerðir hafa verið samningar við flesta undirverktaka sem voru áður í framkvæmdarverkefninu. Í maí var gerður samningur við nýjan verktaka sem mun sjá um húsasmíði og stýringu á verkstað.
Febrúar 2025
Unnið hefur verið að frágangi innanhús, t.a.m. uppsetning innihurða, uppsetning og frágangur á loftaplötum, og unnið hefur verið í málningarvinnu.
Verktaki hefur unnið að þaki og útvegg viðbyggingar í frágangi utanhúss.
Janúar 2025
Burðarviki:
Verktaki hefur lagt bárujárn á nýtt þak viðbyggingar.
Lagnir:
Verktaki hefur sett upp hitagrind og komið á bráðabirgðahita. En kerfið hefur ekki virkað eins og
hannað (lokað kerfi). Lagnahönnuður mun skoða gólfhitalagnir
Rafkerfi:
Verktaki hefur unnið í bruna- og smáspennukerfi, reykskynjurum og greinakerfi. Verktaki er að setja
upp ljós.
Frágangur innanhúss:
Verktaki er búinn að grinda allt loftið og klæða þau.
Málari hefur málað eldri byggingu og á eftir að lokaumferð.
Múrari hefur steypt rampa við ganga.
Loftræsing:
Verktaki hefur átt í erfiðleikum með að fá blikksmið á verkstað. En blikksmiður hefur hafið uppsetningu
á loftræsingu í eldri byggingu.
Frágangur utanhúss:
Verktaki hefur unnið í flasningum og þakkanti, ásamt klæðningu á göflum.
Nóvember - desember 2024
Verktaki hefur hafið vinnu við uppbyggingu á nýju þaki viðbyggingar.
Verktaki er að draga í loftadósir og tengja litlu töflurnar. Aðaltaflan hefur verið sett upp og verktaki hefur tengt. Verktaki vinnur í að klára rafmagn til að klára loka innveggi og efna máluð svæði.
Innveggir, málun og annar frágangur. Verktaki hefur rifið niður geymslu og þrifið rými í viðbyggingu.
Verktaki er að undirbúa stillingar og uppsetningu loftræsisamstæðu í eldri byggingu.
Verktaki er að vinna í frágangi þaki eldri byggingar.
Verktaki er að undirbúa snjóbræðslulagnir.
Október 2024
Verktaki hefur steypt og lokað aðkomu í skriðkjallara
Verktaki hefur sett upp hitagrind.
Verktaki hefur komið hita á húsið og hita inn á gólfhitakerfið.
Verktaki hefur sett upp fituskilju og tengt frárennslislagnir.
Innveggir og annar frágangur. Verktaki hefur lokað flestum veggjum. Málari hefur hafið vinnu í
vesturhluta byggingar.
Verktaki er að vinna í frágangi þaki eldri byggingar.
Von er á að uppbygging á þaki viðbyggingar hefjist fljótlega.
September 2024
Verktaki hefur þrýstiprófað neysluvatns- og hitaveitulagnir
Verktaki er að draga í loftadósir og tengja litlu töflurnar. Aðaltaflan hefur verið sett upp og verktaki vinnur að tengingum. Verktaki vinnur í að klára rafmagn til að klára loka innveggi.
Verktaki hefur lokað um þriðjungi veggja innanhúss.
Verktaki er að undirbúa stillingar og uppsetningu loftræsisamstæðu í eldri byggingu.
Ágúst 2024
Niðurrif á þaki viðbyggingar hafið
Verktaki hefur steypt plötu og lokað aðkomu inn í skriðkjallara
Verktaki hefur lagt lagnir í skriðkjallara og er langt kominn með lagnir í eldri byggingu
Verktaki hefur dregið smáspennu og er að draga í loftadósir. Aðaltala komin á verkstað.
Verktaki að vinna í að klára rafmagn til að klára loka innveggi.
Verktaki hefur komið loftræsisamstæðu fyrir í eldri byggingu.
Verktaki er að vinna í þaki eldri byggingar.
Niðurrifi á þaki viðbyggingar og von á uppbyggingu fljótlega.
Frágangur kringum aðkomu að skriðkjallara.
Júlí 2024
Verktaki hefur steypt plötu og hluta af veggjum í skriðkjallara
Pípulagningamaður hefur rifið út lagnir og langt kominn með uppsetningu lagna í skriðkjallara
Rafverktaki er að smíða rafmagnstöflu á verkstæði.
Rafverktaki er að leggja lagnir í eldri byggingu og að loftadósum og lögnum í viðbyggingu.
Verktaki er að reisa innveggi. Hann hefur lagt grind og einfaldað veggi.
Verktaki mun rífa glugga úr viðbyggingu.
Verktaki er að vinna í tæknirými í lofti eldri byggingar.
Verktaki er að undirbúa þak fyrir ísetningu loftræsisamstæðu.
Verktaki er að vinna í þaki og kvistum fyrir lostræsingu.
Verktaki hefur mokað og lokað inngöngum í skriðkjallara.
Júní 2024
Kjarnaborun fyrir lögnum í kjallara og loftum
Mygluþrif lokið
Steypt hefur verið plötur og veggi í skriðkjallara
Lagnir hafa verið fjarlægðar í skriðkjallara
Hafin er uppsetning á rafmagnsdósum
Undirbúningur fyrir uppsetningu veggja hafin
Loftræsisamstæður komnar í pöntun
Unnið er í þaki og kvistum fyrir loftræsingu
Unnið er við gröft fyrir inngang í skriðkjallara
Maí 2024
Undirbúningur og framkvæmd mygluþrifa lokið
Undirbúningur hófst fyrir aðkomu í skriðkjallara
Unnið að pípulögnum og við rafkerfi
Fræst hefur verið fyrir gólfhita og flotað yfir lagnir
Unnið er í þaki og kvistum fyrir loftræsingu
Apríl 2024
Aðstaða verktaka uppsett.
Vinna við niðurrif og förgun.
Unnið er við þak og kvisti fyrir loftræsingu.
Unnið er að greftri fyrir inngang í skriðkjallara.
Mars 2024
Útboðsferli lokið og undirbúningur á framkvæmd hefst.