Grandaborg - endurgerð
Aðaluppdrættir
Hvað verður gert?
Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhús ásamt endurgerð innanhús.
Frágangur að innan felst í endurskipulagningu á grunnplani, uppsetningu inniveggja, hurða, loftklæðningar, innréttinga og loftræsingu ásamt öðrum húskerfum.
Reykjavíkurborg hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum fyrir endurbætur bygginga.
Hvernig gengur?
Október 2024
Verktaki hefur steypt og lokað aðkomu í skriðkjallara
Verktaki hefur sett upp hitagrind.
Verktaki hefur komið hita á húsið og hita inn á gólfhitakerfið.
Verktaki hefur sett upp fituskilju og tengt frárennslislagnir.
Innveggir og annar frágangur. Verktaki hefur lokað flestum veggjum. Málari hefur hafið vinnu í
vesturhluta byggingar.
Verktaki er að vinna í frágangi þaki eldri byggingar.
Von er á að uppbygging á þaki viðbyggingar hefjist fljótlega.
September 2024
Verktaki hefur þrýstiprófað neysluvatns- og hitaveitulagnir
Vertaki er að draga í loftadósir og tengja litlu töflurnar. Aðaltaflan hefur verið sett upp og verktaki vinnur að tengingum. Verktaki vinnur í að klára rafmagn til að klára loka innveggi.
Verktaki hefur lokað um þriðjungi veggja innanhúss.
Verktaki er að undirbúa stillingar og uppsetningu loftræsisamstæðu í eldri byggingu.
Ágúst 2024
Niðurrif á þaki viðbyggingar hafið
Verktaki hefur steypt plötu og lokað aðkomu inn í skriðkjallara
Verktaki hefur lagt lagnir í skriðkjallara og er langt kominn með lagnir í eldri byggingu
Vertaki hefur dregið smáspennu og er að draga í loftadósir. Aðaltala komin á verkstað.
Verktaki að vinna í að klára rafmagn til að klára loka innveggi.
Verktaki hefur komið loftræsisamstæðu fyrir í eldri byggingu.
Verktaki er að vinna í þaki eldri byggingar.
Niðurrifi á þaki viðbyggingar og von á uppbyggingu fljótlega.
Frágangur kringum aðkomu að skriðkjallara.
Júlí 2024
Verktaki hefur steypt plötu og hluta af veggjum í skriðkjallara
Pípulagningamaður hefur rifið út lagnir og langt kominn með uppsetningu lagna í skriðkjallara
Rafverktaki er að smíða rafmagnstöflu á verkstæði.
Rafverktaki er að leggja lagnir í eldri byggingu og að loftadósum og lögnum í viðbyggingu.
Verktaki er að reisa innveggi. Hann hefur lagt grind og einfaldað veggi.
Verktaki mun rífa glugga úr viðbyggingu.
Verktaki er að vinna í tæknirými í lofti eldri byggingar.
Verktaki er að undirbúa þak fyrir ísetningu loftræsisamstæðu.
Verktaki er að vinna í þaki og kvistum fyrir lostræsingu.
Verktaki hefur mokað og lokað inngöngum í skriðkjallara.
Júní 2024
Kjarnaborun fyrir lögnum í kjallara og loftum
Mygluþrif lokið
Steypt hefur verið plötur og veggi í skriðkjallara
Lagnir hafa verið fjarlægðar í skriðkjallara
Hafin er uppsetning á rafmagnsdósum
Undirbúningur fyrir uppsetningu veggja hafin
Loftræsisamstæður komnar í pöntun
Unnið er í þaki og kvistum fyrir loftræsingu
Unnið er við gröft fyrir inngang í skriðkjallara
Maí 2024
Undirbúningur og framkvæmd mygluþrifa lokið
Undirbúningur hófst fyrir aðkomu í skriðkjallara
Unnið að pípulögnum og við rafkerfi
Fræst hefur verið fyrir gólfhita og flotað yfir lagnir
Unnið er í þaki og kvistum fyrir loftræsingu
Apríl 2024
Aðstaða verktaka uppsett.
Vinna við niðurrif og förgun.
Unnið er við þak og kvisti fyrir loftræsingu.
Unnið er að greftri fyrir inngang í skriðkjallara.
Mars 2024
Útboðsferli lokið og undirbúningur á framkvæmd hefst.