Grandaborg - endurgerð

Húsnæði leikskólans Grandaborgar gengst undir heildarendurnýjun. Verkefnið er hluti af viðhaldsátaki Reykjavíkurborgar.
Vor 2023-Haust 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Aðaluppdrættir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhús ásamt endurgerð innanhús.

Frágangur að innan felst í endurskipulagningu á grunnplani, uppsetningu inniveggja, hurða, loftklæðningar, innréttinga og loftræsingu ásamt öðrum húskerfum.

Reykjavíkurborg hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum fyrir endurbætur bygginga.

Hvernig gengur?

Janúar 2025

Burðarviki:
Verktaki hefur lagt bárujárn á nýtt þak viðbyggingar.
Lagnir:
Verktaki hefur sett upp hitagrind og komið á bráðabirgðahita. En kerfið hefur ekki virkað eins og
hannað (lokað kerfi). Lagnahönnuður mun skoða gólfhitalagnir
Rafkerfi:
Verktaki hefur unnið í bruna- og smáspennukerfi, reykskynjurum og greinakerfi. Verktaki er að setja
upp ljós.
Frágangur innanhúss:
Verktaki er búinn að grinda allt loftið og klæða þau.
Málari hefur málað eldri byggingu og á eftir að lokaumferð.
Múrari hefur steypt rampa við ganga.
Loftræsing:
Verktaki hefur átt í erfileikum með að fá blikksmið á verkstað. En blikksmiður hefur hafið uppsetningu
á loftræsingu í eldri byggingu.
Frágangur utanhúss:
Verktaki hefur unnið í flasningum og þakkanti, ásamt klæðningu á göflum.

Nóv - Desember 2024

Verktaki hefur hafið vinnu við uppbyggingu á nýju þaki viðbyggingar.

Vertaki er að draga í loftadósir og tengja litlu töflurnar. Aðaltaflan hefur verið sett upp og verktaki hefur tengt. Verktaki vinnur í að klára rafmagn til að klára loka innveggi og efna máluð svæði.

Innveggir, málun og annar frágangur. Verktaki hefur rifið niður geymslu og þrifið rými í viðbygginu.

Verktaki er að undirbúa stillingar og uppsetningu loftræsisamstæðu í eldri byggingu.

Verktaki er að vinna í frágangi þaki eldri byggingar.

Verktaki er að undirbúa snjóbræðslulagnir.

Október 2024

Verktaki hefur steypt og lokað aðkomu í skriðkjallara

Verktaki hefur sett upp hitagrind.
Verktaki hefur komið hita á húsið og hita inn á gólfhitakerfið.
Verktaki hefur sett upp fituskilju og tengt frárennslislagnir.

Innveggir og annar frágangur. Verktaki hefur lokað flestum veggjum. Málari hefur hafið vinnu í
vesturhluta byggingar.

Verktaki er að vinna í frágangi þaki eldri byggingar.

Von er á að uppbygging á þaki viðbyggingar hefjist fljótlega.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Byggingarstjórn og eftirlit

Verkís hf.

Aðalverktaki

Land og Verk ehf
Síðast uppfært 26.02.2025