Kvistaborg endurnýjun leikskólahúsnæðis

Endurbætur á húsnæði leikskólans Kvistaborgar í Fossvogi. Farið verður í gagngerar endurbætur á elsta húsnæði skólans, þak og gluggar m.a endurnýjað og hljóðvist, ljósvist og loftræsting bætt. Færanlegum kennslustofum verður komið fyrir á lóð.
September 2021 - 2025
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Verkfræðistofan Efla mælir með að farið verið í gagngerar endurbætur á elsta hluta skólans sem byggður var 1972 og hentar illa starfi nútíma leikskóla. Ákveðið var að flytja alla starfsemi skólans tímabundið í Safamýri 5. sem áður var Safamýrarskóli  til að hægt verði að fara í undirbúning framkvæmda á meðan unnið er að hönnun og skipulagningu verksins. 

Starfsemin verði flutt húsnæði í vestur hluta Safamýrarskóla. Þar var áður grunnskóli og góð aðstaða fyrir börn í leik og námi, til að mynda er þar stór leikfimisalur sem mun nýtast starfinu vel næstu mánuði. 

Endurbæturnar á húsnæði Kvistaborgar munu m.a. ganga út á að: 

  • Þak verður endurnýjað og skoðað með að auka við lofthæðina í húsunum
  • Hljóðvist bætt með nýju loftaefni
  • Ljósvist verður bætt
  • Loftræsting verður sett í allt húsið
  • Gluggar endurnýjaðir
  • Hiti settur í gólf
  • Ný gólfefni
  • Allt húsnæðið málað
  • Salerniskjarnar verða endurnýjaðir

Hvernig gengur?

25. nóvember 2022

Hönnun og þarfagreining hefur verið í höndum Arkþing Nordic ehf arkitekta og Mannvits. Gert er ráð fyrir að útboðsgögn fyrir framkvæmdina verði tilbúin í vorið 2023.

2. desember 2021

Verktaki kom með kennslustofur á lóð skólans 2.des. Fyrirhugaðar kennslueiningar sem verða á bílastæði eru væntanlegar um 10.des. Töluverður undirbúningur hefur verið fyrir komu kennslustofanna og hefur vinna verktaka staðið yfir síðastliðnar vikur. Meðfram þessari vinnu hefur verið gerður stoðveggur sem afmarkar lóð leikskólans við göngustíg og bílastæði.

13. október 2021

Vinna við smíði á þeim færanlegu kennslustofum sem komið verður upp á lóð Kvistaborgar gengur vel. Stofurnar verða byggðar að fullu hjá seljanda og fluttar fullbúnar í Fossvoginn. Þær verða með svipuðu sniði og nýjar stofur við leikskólann Gullborg við Rekagranda, þó ekki af nákvæmlega sömu stærð og ytri hönnun verður í stíl við þær byggingar sem eru fyrir á lóðinni. Við látum fylgja með myndir af Gullborgarstofunum til að gefa mynd af því sem má búast við.

Til viðbótar verður áfram hægt að nota stoðrými, sal og eldhús og svo verða settar upp tvær færanlegar einingastofur til viðbótar til að auka það húsrými sem leikskólinn hefur til umráða á meðan framkvæmdatíma stendur.  Þessar einingastofur eru frá sama framleiðanda og stofurnar við Fossvogsskóla og í leikskólanum Laugasól í Laugalæk. 

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Verkefnisstjóri frumathugunar

Anna María Benediktsdóttir

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Kristján Sigurgeirsson

Hönnun

Arkþing Nordic ehf arkitektar
Síðast uppfært 09.07.2024