Hvað er vefaðstoð?

Teikning af tveimur ráðgjöfum í hægindastólum.

Vefaðstoð er ný leið til að svara spurningum fólks með skilvirkari hætti. Vefaðstoð nýtir allt efni á vefsvæðum Reykjavíkurborgar og styðst við gervigreind til að finna og móta besta svarið. Vefaðstoðina er að finna neðst í hægra horninu á öllum síðum vefsins. 

 

Ef vefaðstoð finnur ekki svarið er alltaf hægt að leita til þjónustufulltrúa í netspjalli.

Helstu markmið

  • Hjálpa fólki að finna upplýsingar án allrar aðstoðar. 
  • Veita upplýsingar um þjónustu fyrir bæði íbúa og gesti Reykjavíkur. 
  • Finna svör fljótt og örugglega.  

Helstu eiginleikar

Vefaðstoð leitar að svörum á vefsíðum Reykjavíkurborgar. Vefaðstoð gefur upp hlekki á þær síður sem hún nýtir við að smíða svarið sem þú færð þannig að uppruni svars er alltaf aðgengilegur. 

Vefaðstoðin styður samskipti við notendur á mörgum tungumálum til að koma til móts við öll. 

Vefaðstoðin er alltaf í gangi og getur aðstoðað hvenær sem er. 

 

Öryggi þitt og persónuvernd er forgangsatriði

Engin gagnasöfnun: Vefaðstoðin geymir engar persónugreinanlegar upplýsingar. 
 

Örugg notkun: Notendur ættu alls ekki að deila viðkvæmum upplýsingum eins og kreditkortanúmerum enda er enginn þörf á því í samskiptum við vefaðstoð. 
 

Leit aðeins á vefsíðum borgarinnar:  Vefaðstoðin leitar eingöngu á opinberum vefsíðum Reykjavíkur eftir svörum, því er ekki hægt að svara spurningum sem varða mál sem ekki snúa að þjónustuveitingu Reykjavíkur. 

Mikilvægt að hafa í huga

Röng eða ófullnægjandi svör: Þó að vefaðstoð leitist við að veita nákvæm og góð svör, gæti það stundum gefið ófullnægjandi eða jafnvel röng svör. Endilega sendu ábendingu ef þú skilur ekki svörin sem vefaðstoðin gefur eða ef þú telur að svarið sé villandi. 

 

Óskuldbindandi svör: Upplýsingarnar og svör sem vefaðstoð veitir eru ekki lagalega bindandi og vefaðstoðin getur ekki tekið ábyrgð fyrir hönd borgarinnar. 

Frekari upplýsingar og fyrirspurnir