Hlemmur - 2025

Sumarið 2025 hófust framkvæmdir við fimmta áfanga á Hlemm. Í þessum áfanga á að klára torghlutann, sem mun koma í framhaldi af fjórða áfanga sem var við Hlemm Mathöll. Í þessum áfanga verður gert nýtt torg sem mun ná upp að húsunum við Þverholt, meðfram hótelinu, og afmarkast af Hverfisgötu að norðan.
Apríl 2025 til júní 2026
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Hvað verður gert?

Á svæðinu verður komið fyrir hinu sögufræga húsi Norðurpólnum (minjavernd.is/is/verkefni/nordurpoll-1) sem áður var staðsett við Hverfisgötu 125. Einnig verður komið upp spennandi leiksvæði fyrir börn sem ber nafnið Hlemmur Leikhöll – stór og fjölbreytt leikgrind þar sem gleðin ræður ríkjum. Á torginu verður einnig svið sem mun bjóða upp á aðstöðu fyrir fjölda skemmtilegra viðburða og uppákoma.

Lagnir verða endurnýjaðar á svæðinu líkt og í fyrri áföngum en það verður minna í sniðum en í síðustu áföngum. Elstu lagnir á svæðinu eru frá því um 1920 og aðrar frá miðri síðustu öld. Það er því kjörið tækifæri að endurnýja þær til að tryggja íbúum og öðrum á svæðinu nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar. 

Hvernig gengur?

Nóvember.

Framkvæmdir hafa gengið vel, áhersla hefur verið lögð á svæðið fyrir framan hótelið á svæðinu og sviðið sem mun rísa eftir að framkvæmdum líkur. Svæðið verður opnað í áföngum eftir framvindu á verkþáttum. Ekki verður þörf á að stöðva framkvæmdir á komandi vetri. 

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri Reykjavíkurborgar

Skrifstofa framkvæmda og viðhalds

Verkefnisstjóri Veitna

Hákon Róbert Jónsson

Verktaki

Grafa og Grjót ehf.

Eftirlit framkvæmda

Cowi ísland ehf.

Verkhönnun

VSÓ Ráðgjöf
Síðast uppfært 04.11.2025