No translated content text
Hlemmur - 2025
Hvað verður gert?
Á svæðinu verður komið fyrir hinu sögufræga húsi Norðurpólnum (minjavernd.is/is/verkefni/nordurpoll-1) sem áður var staðsett við Hverfisgötu 125. Einnig verður komið upp spennandi leiksvæði fyrir börn sem ber nafnið Hlemmur Leikhöll – stór og fjölbreytt leikgrind þar sem gleðin ræður ríkjum. Á torginu verður einnig svið sem mun bjóða upp á aðstöðu fyrir fjölda skemmtilegra viðburða og uppákoma.
Lagnir verða endurnýjaðar á svæðinu líkt og í fyrri áföngum en það verður minna í sniðum en í síðustu áföngum. Elstu lagnir á svæðinu eru frá því um 1920 og aðrar frá miðri síðustu öld. Það er því kjörið tækifæri að endurnýja þær til að tryggja íbúum og öðrum á svæðinu nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar.
Hvernig gengur?
Apríl
Búist er við að framkvæmdir hefjist í apríl mánuði og ljúki í lok árs.