Bryggjuhverfi vestur
Bryggjuhverfi vestur
Hvað verður gert?
Árið 2023 verður 100.000 m3 af burðarhæfu efni dælt á land til notkunar í farg. Jafnframt er tekið á móti burðarhæfu efni sem kemur úr framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar og einkaaðila. Tveir farghaugar verða notaðir til að flýta fyrir sigi á landinu.
Árið 2024 verður haldið áfram með gerð varnargarðs sem lokar höfninni og byrjað að fylla upp í höfnina. Samhliða því verða farghaugar fluttir til þegar sigi hefur verið náð á hverju svæði fyrir sig.
Hvernig gengur?
Október 2023
Núna er farghaugur á H-reit sem verður fluttur á K-reit í lok október og nóvember.
Vinna við fergingu D-reits hefst 23. október samhliða dælingu efnis á land.