Leikskólinn Hálsaskógur/Borg, endurgerð lóðar 2023, 2. áfangi
Leikskólinn Hálsaskógur/Borg, endurgerð lóðar 2023, 2. áfangi - myndir










Hvað verður gert?
Um er að ræða lagfæringu / styrkingu á viðkomandi svæði. Aðgengi fyrir alla, leiktæki, yfirborðsefni og svæði fyrir hugmyndaleiki barna verður bætt. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða og frágangur kringum leiktæki.
Hvernig gengur?
Nóvember.
Klárað að setja upp lýsingu. Verki lokið í nóvember.
September og október
Leiktæki sett upp og gervigras lagt. Lokafrágangur á lóð í Október.
Júlí og ágúst
Stígurinn steyptur og unnið við yfirborðsfrágang
Maí og júní
Verk hafið, aðstaða verktaka sett upp, jarðvegsskipti, jarðvegsvinna, landmótun og drenlagnir lagðar.