Skógarhlíð (Litlahlíð-Konukot) - Gatna- og stígagerð

Verkið felst í gerð, göngu og hjólaleiðar norðanvert í Skógarhlíðina ásamt endurskipulagningu bílastæða við Skógarhlíð 20 með steyptum stoðveggjum, tengingu stíga á milli Eskihlíðar 14 og 16 og jarðvegsskipt verður undir nýjum stígum og götu.
Framkvæmdatími: Júní 2024 - Maí 2025
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Gatna- og stígagerð:
Verkið felst í hliðrun á núverandi legu Skógarhlíðar og gerð göngu- og hjólastíga meðfram götunni. Jarðvegsskipt verður undir stígum og götum.

Steyptir stoðveggir:
Verkið felst í gerð steyptra stoðveggja við bílastæði Skógarhlíðar 20 og við stígtengingu á milli Eskihlíðar 14 og 16.

Veitur:
Verkið er í aðalatriðum fólgið í lagningu nýrra safnlagna fyrir yfirborðsvatn, gerð nýrra niðurfalla og færslu núverandi niðurfalla, koma fyrir og ganga frá brunnum og tengingum.

Háspennustrengur verður lagður í nýja legu á svæðinu. 

Vegna rafveita er verkið fólgið í því að leggja 11 kV háspennustrengi í nýja legu. 

Götulýsing:
Verkið felur í sér að leggja ídráttarrör og jarðstrengi fyrir götulýsingu ásamt þvi að taka niður og reisa ljósastólpa.

Hvernig gengur?

Maí 2024

Verkið hefur verið boðið út og samið var við lægstbjóðanda að loknu útboði, sem var Jarðval sf. Í kjölfar þess var samið við aðila um framkvæmdaeftirlit: Verkfræðistofa Reykjavíkur. 

Júni 2024

Framkvæmdir hefjast.

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri USK

Gunnar Atli Hafsteinsson

Verktaki

Jarðval sf.

Eftirlit framkvæmda

Jökull Jónsson
Verkfræðistofa Reykjavíkur

Tengiliður Veitna

Hörður Jósef Harðarson

Tengiliður Vegagerðarinnar

Katrín Halldórsdóttir
Síðast uppfært 12.06.2024