Héðinsreitur (Vesturvin) - Yfirborðsfrágangur 2024

Verkið felst í yfirborðsfrágangi framan við nýtt hús á Héðinsreitnum við Ánanaust 1 og 3 og nýju P-stæði í Seljaveg.
Framkvæmdatími: Október 2024 - Nóvember 2024
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Verkið felst í yfirborðsfrágangi á Héðinsreit eða Vesturvin eins og uppbyggingarreiturinn er einnig kallaður.

Framkvæmdasvæðin eru tvö, annars vegar framan við nýjar byggingar við Ánanaust 1 og 3 og hins vegar á Seljavegi við Nýlendugötu.

  • Verkið við Ánanaust felst í hellulögn á nýjum stíg ásamt gerð gróðurbeðs og uppsetningu ljósastólpa.
  • Verkið við Seljaveg felst í gerð bílastæðis fyrir hreyfihamlað fólk, svokölluðu P-stæði. Stæðið verður hellulagt og mun falla inn í núverandi götukant.

Hvernig gengur?

Janúar 2025

Búið var að leggja götuljósastreng við Ánanaust og setja niður undirstöður fyrir ljósastólpa. Ekki náðist að klára hellulögn fyrir frostatíð.

Lagfæringum á hellulögn á P-stæði á Seljavegi næst Mýrargötu er lokið. Framkvæmdir á P-stæði í Seljavegi við Nýlendugötu eru ekki byrjaðar.

Október 2024

Samið var við Kröflu ehf. sem verktaka framkvæmda. Verkfræðistofa Reykjavíkur verður með eftirlit.

Framkvæmdir hefjast um miðjan október.

Ákveðið var að bæta við verkið yfirborðsfrágangi við innkeyrslu frá Mýrargötu. Einnig er líklegt að bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Seljaveg 1 verði lagfært, þ.e. smávægilegar breytingar verði gerðar á hellulögn til að skýra betur út afmörkun stæðis.

September 2024

Verkhönnun er á lokametrunum og vonast Reykjavíkurborg að geta samið við verktaka fyrir næstu mánaðarmót. Í framhaldi af því mun verktaki koma sér fyrir á svæðinu og hefja framkvæmdir. Reykjavíkurborg og uppbyggingaraðili reitsins hafa verið í samskiptum um þessar framkvæmdir.

Loka þarf einni akrein Ánanausta til norðurs tímabundið á meðan framkvæmdir við nýjan götukant standa yfir. 

Hver koma að verkinu?

Verktaki

Krafla ehf.

Eftirlit framkvæmda

Verkfræðistofa Reykjavíkur

Verkefnastjórnun

Skrifstofa framkvæmda og viðhalds
Síðast uppfært 16.01.2025