Héðinsreitur (Vesturvin) - Yfirborðsfrágangur 2024
Myndir
Hvað verður gert?
Verkið felst í yfirborðsfrágangi á Héðinsreit eða Vesturvin eins og uppbyggingarreiturinn er einnig kallaður.
Framkvæmdasvæðin eru tvö, annars vegar framan við nýjar byggingar við Ánanaust 1 og 3 og hins vegar á Seljavegi við Nýlendugötu.
- Verkið við Ánanaust felst í hellulögn á nýjum stíg ásamt gerð gróðurbeðs og uppsetningu ljósastólpa.
- Verkið við Seljaveg felst í gerð bílastæðis fyrir hreyfihamlað fólk, svokölluðu P-stæði. Stæðið verður hellulagt og mun falla inn í núverandi götukant.
Hvernig gengur?
September 2024
Verkhönnun er á lokametrunum og vonast Reykjavíkurborg að geta samið við verktaka fyrir næstu mánaðarmót. Í framhaldi af því mun verktaki koma sér fyrir á svæðinu og hefja framkvæmdir. Reykjavíkurborg og uppbyggingaraðili reitsins hafa verið í samskiptum um þessar framkvæmdir.
Loka þarf einni akrein Ánanausta til norðurs tímabundið á meðan framkvæmdir við nýjan götukant standa yfir.