Hrannarstígur-Öldugata. Djúpgámar og endurgerð yfirborðs

Verkið felur í sér jarðvinnu vegna nýrra djúpgáma sem staðsettir eru í Hrannarstíg við Öldugötu og allan frágang djúpgáma. Einnig er innifalið í verkinu vinna við færslu niðurfalla og tengingu þeirra við stofnlagnir, breytingar nýrra götukanta bæði í Hrannarstíg og Öldugötu og frágang yfirborðs. Við framkvæmdina fækkar bílastæðum nokkuð eða um 5 stæði við Hrannarstíg og 8 stæði í Öldugötu.
Áætlaður framkvæmdatími er byrjun september 2023 til nóvember 2023
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Hrannarstígur: Verkið felst í jarðvinnu vegna nýrra djúpgáma ásamt frágang djúpgáma og hellulögn og fullnaðar frágang umhverfis umhverfis þá, færslu á niðurföllum og aðlögun bílastæða.

Öldugata.  Verkið felst í færslu niðurfalla og tengingu þeirra við stofnlagnir, færslu á götukanti, gerð gönguleiðar yfir Hrannarstíg ásamt endunýjun hellulagnar.
 

Hvernig gengur?

5 sept 2023

Áætlað er að hefja framkvæmdir fyrri hluta september.  Byrjað verður á jarðvinnu fyrir djúpgáma og niðursetningu þeirra ásamt frágangi.  Þegar sú vinna er kominn vel á veg verður farið í vinnu við færslu á kanti Öldugötu.

Hver koma að verkinu?

Ásgeir Marinó Rudolfsson

Verkefnisstjóri Reykjavíkurborgar

Ólafur Ágúst Axelsson

Eftirlit - Hnit verkfræðistofa hf