Hrannarstígur-Öldugata. Djúpgámar og endurgerð yfirborðs

Verkið felur í sér jarðvinnu vegna nýrra djúpgáma sem staðsettir eru í Hrannarstíg við Öldugötu og allan frágang djúpgáma. Einnig er innifalið í verkinu vinna við færslu niðurfalla og tengingu þeirra við stofnlagnir, breytingar nýrra götukanta bæði í Hrannarstíg og Öldugötu og frágang yfirborðs. Við framkvæmdina fækkar bílastæðum nokkuð eða um 5 stæði við Hrannarstíg og 8 stæði í Öldugötu.
Áætlaður framkvæmdatími er byrjun september 2023 og verklok desember 2023
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Hrannarstígur: Verkið felst í jarðvinnu vegna nýrra djúpgáma ásamt frágangi djúpgáma og hellulögn og fullnaðar frágang umhverfis umhverfis þá, færslu á niðurföllum og aðlögun bílastæða.

Öldugata.  Verkið felst í færslu niðurfalla og tengingu þeirra við stofnlagnir, færslu á götukanti, gerð gönguleiðar yfir Hrannarstíg ásamt endunýjun hellulagnar.
 

Hvernig gengur?

5. sept 2023

Áætlað er að hefja framkvæmdir fyrri hluta september.  Byrjað verður á jarðvinnu fyrir djúpgáma og niðursetningu þeirra ásamt frágangi.  Þegar sú vinna er kominn vel á veg verður farið í vinnu við færslu á kannti Öldugötu.

6. janúar 2024

Verkinu er að mestu leiti lokið en það eru nokkur smá mál eftir eins og að setja niður nokkra skiltasteina og lagfæra nokkur atriði.  Þessi atriði frusu inni í kringum jólin og verða kláruð í vor.  Grenndarstöðin er nothæf og komin í notkun

7. Maí 2024

Verkinu er lokið og grenndarstöðin er nothæf og komin í notkun

Hver koma að verkinu?

Ásgeir Marinó Rudolfsson

Verkefnisstjóri Reykjavíkurborgar

Ólafur Ágúst Axelsson

Eftirlit - Hnit verkfræðistofa hf
Síðast uppfært 01.08.2024