Tranavogur - Gatnagerð og lagnir
Myndasafn
Hvað verður gert?
Í Tranavogi er um að ræða heildarframkvæmd fyrir veitulagnir, jarðvinnu undir götu og stéttar, yfirborðsfrágang götu og stétta, götulýsingu og frágang regnbeða ásamt gróðursetningu. Aðgengi fyrir gangandi að húsum verður tryggt. Ef leiða þarf hjáleið gönguleiðar yfir framkvæmdaskurð verður göngubrú lögð.
Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:
- Rif og förgun á malbiki, hellum, steyptri stétt og kantsteini auk niðurtektnúverandi ljósastaura.
- Uppgröftur fyrir götu- og gangstéttarstæðum.
- Fullnaðarfrágangur fyllinga undir nýjar götur og gangstéttarstæði.
- Fullnaðarfrágangur stofnlagna ofanvatns, skolps og vatns í götustæði.
- Fullnaðarfrágangur götulýsingar.
- Fullnaðarfrágangur hitaveitu, raflagna og stýristrengja í gangstéttarstæði.
- Fullnaðarfrágangur púkklags ofan á nýja fyllingu undir malbik.
- Fullnaðarfrágangur á neðra malbikslagi ofan á púkkmulning í götustæðum.
- Fullnaðarfrágangur kantsteins og gangstéttaryfirborðs.
- Fullnaðarfrágangur blágrænna beða.
Framkvæmdin verður unnin í áföngum.
Hvernig gengur?
Júlí
Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist í byrjun ágúst 2024.
September
Við Tranavog er lokið við að leggja fráveitu og kalt vatn. Áætlað að vinna við hitaveitulagnir hefjist fljótlega. Gatnamótum Duggu- og Tranavogs verður lokað um mánaðamótin sept/okt og unnið við gröft og lagnatengingar.
Hver koma að verkinu?
Verkkaupi
Borgartún 12-14
105 - Reykjavík
Eftirlit framkvæmda
Eftirlitsmaður Gautur Þorsteinsson