Bætt aðgengi við biðstöðvar Strætó - Yfirborðsfrágangur

Verkefnið felst í endurbætum á biðstöðvum Strætó í Reykjavík
Nóvember 2023 til júní 2024
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Yfirlitsmynd

Hvað verður gert?

Verkefnið felst í endurbætum á biðstöðvum Strætó í Reykjavík. Megin hluti verkefnisins felst í að færa ruslastampa eða fjarlægja ruslatunnur, færa skiltastaura strætó og útbúa leiðilínur frá strætóskýlum að götukanti.  
Verkið felst í aðalega í eftirfarandi: 

  • Færslu á ruslastömpum og skiltastaurum strætó á biðstöðvum. 
  • Uppgreftri fyrir götu- og gangstéttastæðum. 
  • Fullnaðarfrágangi kantsteins auk gangstéttaryfirborða þar sem það á við. 
  • Rif og förgun á malbiki, steyptri stétt, hellum, kantsteini, ruslastömpum, staurum og biðskýlum þar sem það á við. Frágangi á viðvörunarhellum og leiðilínum við biðstöðvar Strætó þar sem það á við. Yfirborðsfrágangi við biðstöðvar Strætó þar sem það á við. 
  • Rifi á núverandi grágrýtiskantsteini, hreinsun, lageringu og endurlögn á hluta af grágrýtiskantsteini við biðstöð á Snorrabraut. 
  • Fullnaðarfrágangi fyllinga undir ný gangstéttastæði. 
  • Færsla og enduruppsetningu á núverandi strætóskýla.

Hvernig gengur?

Sept 2024

Verið er að vinna í síðustu verkefnum útboðs og gert ráð fyrir að verki ljúki áður en fer að frysta. Komið hefur fyrir í undantekningartilfellum að skemmdir hafa verið unnar á nýrri steypu, sem er miður þar sem það eykur bæði kostnað og lengir verktíma.

júlí 2024

Flestum verkum er lokið ásamt nokkrum viðbótum.  Nokkur verkefni eru þó eftir og er vinna við þau í gangi en áætlun gerir ráð fyrir að þeim ljúki í ágúst.

Hver koma að verkinu?

Eftirlit framkvæmda

Verkfræðistofa Reykjavíkur

Eftirlitsaðili framkvæmda

Stefán Ingi Björnsson

Verktaki

Mostak ehf.

Verkstjóri verktaka

Pétur S. Sigurðsson

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Gunnar Atli Hafsteinsson
Síðast uppfært 27.09.2024