Ægisborg - Kot endurbætur

Breytingar innanhúss. Starfsfólk mun fá vinnu og fundarrými ásamt setustofu og hvíldarrými. Fatahengi og salernisaðstaða verður endurnýjuð ásamt leik og hvíldarherbergjum. Byrjað verður á endurgerð leikherbergis og hvíldarherbergja fyrir opnun leikskólans í haust og áframhaldandi vinna mun standa yfir fram að áramótum.
Áætluð verklok 5. sept 2023
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Verki miðar vel. Unnið er að uppfærslu brunamála með eldtefjandi veggjaklæðningu, nýjir veggir settir upp og gólfhiti settur í gólf. Ný loftaklæðning og led lýsing gerir hljóðvist og ljósvistina betri. 

Endurgerð leikherbergis og hvíldarherbergja er lokið og voru herbergin tekin í notkun eftir sumarfrí. Áframhald verður á endurgerð þegar smíði nýrra glugga er lokið. Sú vinna fer fram í vor í samráði við starfsemi skólans.  

Hvernig gengur?

Sumar 2023

Áframhald á endurnýjun á andyris og salernisaðstöðu verður haustið 2023 í beinu framhaldi af endurnýjun starfsmannarýmis. 

Endurnýjun drenlagna meðfram Ægisborg ásamt frágangi hellulagnar á lóð skólans lauk haustið 2022.

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri frumathugunar

Ósk Soffía Valtýsdóttir

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Kristján Sigurgeirsson
Síðast uppfært 12.03.2024